Íslenski boltinn

Stjarnan vill fá Daníel Hjaltason

Elvar Geir Magnússon skrifar
Daníel Hjaltason lék með Víkingi áður en hann gekk í raðir Vals. Mynd/Víkingur.net
Daníel Hjaltason lék með Víkingi áður en hann gekk í raðir Vals. Mynd/Víkingur.net

Daníel Hjaltason, leikmaður Vals, er að öllum líkindum á leið í 1. deildina. Stjarnan úr Garðabæ hefur bæst í hóp þeirra liða sem hafa áhuga á honum.

Leiknir Breiðholti og Víkingur höfðu áður sýnt honum áhuga. „Já það er rétt að Stjarnan hefur bæst við. Mér lýst mjög vel á allt í kringum liðið og Bjarni Jóhannsson þjálfari virkar mjög vel á mig," sagði Daníel.

„Það bendir allavega allt til þess að ég sé á leið frá Val. Ég hef farið á fundi með þessum þremur 1. deildarliðum og mun líklega taka ákvörðun í kvöld," sagði Daníel.

Daníel er uppalinn hjá Leikni en lék með Víkingum áður en hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lék 12 leiki með Val í Landsbankadeildinni í fyrra en hefur aðeins komið við sögu í einum leik í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×