Íslenski boltinn

Komum hingað til að vinna

"Þetta var frábær sigur hjá okkur og mér fannst við eiga skilið að vinna þó við værum undir pressu undir það síðasta," sagði Helgi Sigurðsson Valsmaður í samtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur Vals á KR í kvöld.

Helgi var hetja Valsmanna og skoraði bæði mörk liðsins í dýrmætum sigri þess í vesturbænum, en sigurinn þýðir að Valur er kominn upp fyrir KR í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar.

"Það er eðlilegt þegar menn eru að spila á móti KR á þeirra heimavelli. Við komum hingað með það markmið að vinna þennan leik til að koma okkur almennilega í toppbaráttuna og það tókst," sagði Helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×