Íslenski boltinn

Zeljko hefur áhuga á að taka við HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.

Stjórn HK hefur hvorki haft samband við Magnús Gylfason né Zeljko Óskar Sankovic um að taka við þjálfun liðsins. Sá síðarnefndi sagði við Vísi að hann hefði áhuga á starfinu.

„Af hverju ekki? Ég er alveg til í að taka við ef þess verður óskað," sagði Zeljko en ítrekaði að hann hefði ekkert heyrt frá stjórn félagsins. Zeljko þjálfar 2., 3. og 4. flokk karla hjá HK en hann þjálfaði meistaraflokk Grindavíkur sumarið 2004.

Magnús Gylfason neitaði þeim sögusögnum að hann hefði lýst yfir áhuga á að taka við HK. „Ég er alveg til í að skoða allt. En ég tel ólíklegt að ég fari aftur í þjálfun fyrr en í haust. Ég hef nóg að gera," sagði Magnús en hann hefur ekkert heyrt frá HK-ingum.




Tengdar fréttir

Magni Fannberg næstur á blaði hjá HK-ingum?

Torfi Ólafur Sverrisson, formaður hjá HK, vildi hvorki játa né neita þegar Vísir spurði hann að því hvort Magni Fannberg væri í viðræðum við félagið um að taka við sem þjálfari meistaraflokks félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×