Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur Fylkis - Staða ÍA versnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjölnismenn fagna fyrra marki sínu í kvöld.
Fjölnismenn fagna fyrra marki sínu í kvöld.

Tveir leikir voru í Landsbankadeild karla í kvöld. ÍA tapaði fyrir Fjölni í Grafarvogi. Fylkismenn unnu óvæntan sigur í Kaplakrika og staða neðstu tveggja liða deildarinnar versnaði.

Pétur Georg Markan og Gunnar Már Guðmundsson skoruðu mörk Fjölnis sem vann 2-0 sigur á ÍA. Fjölnir er í þriðja sætinu en ekkert gengur hjá ÍA sem er í næstneðsta sæti sem fyrr, nú fimm stigum frá öruggu sæti.

Jóhann Þórhallsson tryggði Fylki sigur gegn FH í Kaplakrika þegar hann skoraði í uppbótartíma. Fylkir vann 2-1. FH komst yfir með umdeildu marki en Kjartan Andri Baldvinsson jafnaði. Ansi mikilvægur og langþráður sigur hjá Árbæjarliðinu.

Umferðinni lýkur með þremur leikjum annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×