Íslenski boltinn

Pálmi Rafn til Stabæk

Mynd/Vilhelm

Knattspyrnudeild Vals samþykkti í gærkvöld að selja Pálma Rafn Pálmason til norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæk. Frá þessu var greint á fréttavef Rúv í hádeginu.

Pálmi hefur samþykkt munnlega að gera 3,5 árs samning við norska félagið eftir því sem fram kemur á heimasíðu Stabæk og þar segir að hann muni skrifa undir í byrjun næstu viku.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Pálmi er þessa stundina staddur í Hvíta-Rússlandi með liði sínu þar sem það mætir liði Bate Borisov í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×