Íslenski boltinn

Valsmenn hafa yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign KR og Vals í Landsbankadeild karla. Íslandsmeistarar Vals hafa yfir 1-0 og það var markahrókurinn Helgi Sigurðsson sem skoraði mark Valsmanna rétt fyrir hlé.

Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í KR-inga, því þeir höfðu verið öllu hættulegri í sínum sóknaraðgerðum þangað til markið kom.

Fylgst er með leiknum í beinni á Boltavaktinni hér á Vísi, en hann er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×