Íslenski boltinn

Mikill áhugi á Pálma Rafni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lið á Norðurlöndum hafa mikinn áhuga á Pálma sem skorað hefur sjö mörk í Landsbankadeildinni í sumar.
Lið á Norðurlöndum hafa mikinn áhuga á Pálma sem skorað hefur sjö mörk í Landsbankadeildinni í sumar.

Erlend félagslið hafa áhuga á Pálma Rafni Pálmasyni, miðjumanni Vals. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Stabæk í Noregi og Örebro í Svíþjóð væru bæði að sýna Pálma mikinn áhuga.

Útsendarar frá Stabæk munu fylgjast með Pálma í kvöld þegar KR og Valur mætast í Landsbankadeildinni. Liðið er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar en Örebro er hinsvegar í bullandi fallhættu í Svíþjóð.

Í dag staðfesti síðan yfirmaður íþróttamála hjá sænsku meisturunum í Gautaborg að félagið væri að fylgjast með Pálma. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson spila með Gautaborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×