Íslenski boltinn

Rúnar stýrir HK út leiktíðina

Rúnar Páll Sigmundsson verður þjálfari HK það sem eftir lifir sumars í Landsbankadeildinni. Þetta staðfesti íþróttastjóri HK í samtali við fotbolti.net í dag.

Rúnar var aðstoðarmaður Gunnars Guðmundssonar sem fékk að taka pokann sinn á dögunum eftir slæmt gengi hjá Kópavogsliðinu, en Rúnar stýrði HK í 2-1 tapi gegn grönnunum í Breiðablik í gærkvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×