Fleiri fréttir

Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað

Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag.

Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup

Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18.

Svarti dauði í útrás

Íslenskur bjór undir merkinu Black Death hefur verið valinn til sölu í yfir 100 verslunum Vinmonopolet í Noregi. Norskir bjórunnendur geta keypt bjórinn frá og með 7. júlí næstkomandi þegar fyrstu flöskurnar af þessum íslenska mjöð berast í verslanir í Noregi, en Black Death er bruggaður í ölgerð Vífilfells á Akureyri.

Sérstakur saksóknari telur rannsóknina ekki ónýta

Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.

Fyrsta ferðin til Vilinus

Fyrsta flugvél í áætlunarflugi Iceland Express til Vilnius höfuðborgar Litháen lenti þar klukkan fimm í morgun að staðartíma. Tomas Vaišvila forstjóri alþjóðaflugvallarins í Vilnius og Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Iceland Express klipptu á borða í íslensku fánalitunum við komuhlið flugvélarinnar. Að því loknu var boðið til stuttrar móttöku í viðhafnarstofu flugvallarins.

Óbreytt verðbólga í júní frá fyrri mánuði

Ársverðbólgan mældist 5,4% í júní og er því óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er algerlega úr takti við spár sérfræðinga sem flestir spáðu því að verðbólgan færi undir 5%.

Moody´s segir fyrirframgreiðslu lána jákvætt skref

Matsfyrirtækið Moody´s telur fyrirframgreiðslu ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum jákvætt skref fyrir bættu lánshæfismati, enda bætir hún skuldastöðu landsins svo og dregur úr flökti á gengi krónunnar.

Verulega dró úr veltu með atvinnuhúsnæði í maí

Verulega dró úr veltunni með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við fyrri mánuð. Þannig nam veltan tæplega 2,2 milljörðum kr. í maí en hún var rúmlega 9 milljarðar kr. í apríl.

LSR eykur hlut sinn í Högum

A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hefur aukið hlut sinn í Högum. Þessari aukningu var flaggað í Kauphöllinni í gærdag þar sem eignarhlutur sjóðsins er kominn yfir 5% markið, nánar tiltekið hefur sjóðurinn aukið hlut sinn í Högum úr 4,85% og upp í 6,32%. Þar með eiga lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna nú tæplega 11% samanlagt í Högum.

Advania rekur tölvubúnað MP

MP banki hefur samið við Advania, áður Skýrr, um að taka að sér rekstur alls tölvubúnaðar bankans. Advania mun jafnframt veita bankanum notendaþjónustu og ráðgjöf um upplýsingatækni.

Bankinn braut reglurnar en stjórnendur hans ekki

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) telur að Kaupthing-Singer&Friedlander (KSF) hafi brotið gegn reglum eftirlitsins með því að hafa ekki aðgætt almennilega og tafarlaust hvort þröng lausafjárstaða móðurbankans Kaupþings á Íslandi í miðju hruninu myndi hafa skaðleg áhrif á lausafjárstöðu dótturbankans.

Sömu lönd sitja að markaðnum

Allt bendir til að heimsmarkaðurinn með grásleppuhrogn verði borinn uppi af Íslendingum og Grænlendingum. Á síðasta ári voru löndin með 95% veiðinnar og ef nokkuð er virðist sem þetta hlutfall muni hækka enn, að því er segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Tölvuleikir velta tvöfalt á við tónlist

Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði á flestum mörkuðum heimsins virðast tölvuleikjaframleiðendur njóta óstöðvandi vaxtar. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við 60 milljarða bandarískra dollara árið 2011. Það jafngildir tæplega fimmfaldri landsframleiðslu Íslands, samkvæmt Markaðspunktum Arion.

Steingrímur J. sneri við umdeildri ákvörðun forvera síns

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst og úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2012 til júní 2013. Þá úthlutaði ráðuneytið í fyrsta skipti tollkvótum vegna innflutnings á kinda- og geitakjöti.

Hreiðar Már: "Rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt"

Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma.

Stórt skref í endurreisn efnahags landsins

Við erum vel á veg komin út úr efnahagsþreninginum, segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir bankann vera búinn að stíga stórt skref í endurreisn efnahags landsins með sölu á eignum og að brátt verði bankinn búinn að losa sig við neikvæð áhrif hrunsins.

LSR kaupir í Högum - gengi lækkaði í dag

Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag um 1,10% og er nú 17,9. Tilkynnt var um kaup A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á hlut í fyrirtækinu í dag. Með kaupunum jók sjóðurinn hlut sinn í félaginu. Hann átti fyrir 4,85% hlut í Högum en er nú kominn í 6,35% hlut. Viðskiptin áttu sér stað í gær en tilkynnt var um þau í dag.

Gestur Jónsson: Hörmulegt hvernig tókst til með málið

"Auðvitað er það bara hörmulegt hvernig til hefur tekist með þetta mál,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, sem var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haukur Þór hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar, það er þá í þriðja skiptið sem það ratar þangað.

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex og vex

"Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við USD 60 milljarðar árið 2011, andvirði meira en 7.100 milljarða króna, eða tæplega fimmfaldrar landsframleiðslu Íslands. Þótt hægt hafi á vexti geirans eftir árið 2008 er engu að síður gert ráð fyrir að hann muni áfram vaxa mun hraðar en heimsbúskapurinn í heild næstu árin,“ segir í greiningu frá Arion banka um tölvleikjaiðnaðinn á heimsvísu og hér á landi.

Þörf fyrir tvö stór hótel á ári

Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu fimm til sjö prósent á næstu árum mun gistirýmum í Reykjavík þurfa að fjölga um 180 til 380 á hverju ári. Alls gæti því þurft 3.600 til 7.500 ný herbergi á gististöðum fram til ársins 2030. Þetta kemur fram í drögum að greinargerð fyrir þörf á gistirými í Reykjavík á árunum 2012 til 2030 sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið fyrir skipulags- og byggingarsvið borgarinnar.

Kaupþingstoppar í tímabundnu viðskiptabanni í Bretlandi

Rannsókn breska fjármálaeftirlitsins á starfsemi Kaupþingi Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, er nú lokið án þess að grunur sé um refsiverða háttsemi. Þrír af æðstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings mega hins vegar ekki sinna leyfisskyldri fjármálastarfsemi í Bretlandi fyrr en í fyrsta lagi haustið 2013 fyrir að hafa sagt eftirlitinu ósatt.

TM Software fjölgar starfsmönnum

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur bætt við sig sjö nýjum starfsmönnum að undanförnu vegna aukina verkefna í hugbúnaðargerð og hugbúnaðarþróun, bæði innanlands en ekki síst vegna góðrar sölu á hugbúnarvörum fyrirtækisins erlendis.

Steingrímur fjallar um viðbrögð við efnahagskreppu í Strassborg

Á þingmannafundi Evrópuráðsins sem stendur yfir í Strassborg dagana 25. - 29. júní tekur Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, þátt í sérstakri umræðu 26. júní um banka- og efnahagskreppuna í Evrópu. Fjallar hann um stefnumörkun og ráðstafanir sem gripið hefur verið til hér á landi til að bregðast við fjármálahruninu og árangur í þeim efnum, að því er segir í tilkynningu á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast. Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum eða 14 fleiri en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði.

Reitun hækkar grunneinkunn Orkuveitunnar

Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. hefur hækkað grunneinkunn Orkuveitu Reykjavíkur í B-. Heildareinkunn OR í matskerfi Reitunar er áfram B+. Þetta þýðir að það verður auðveldara fyrir Orkuveituna að sækjast í íslenskt lánsfé.

Haukur Þór dæmdur fyrir fjárdrátt í þriðja sinn

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjárdrátt. Haukur Þór starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun og var sakfelldur fyrir að hafa strax eftir hrun Landsbankans millifært 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. Þetta er í þriðja sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli Hauks, en tvisvar sinnum hefur Hæstiréttur ógild dóminn og vísað málinu aftur til efnismeðferðar í héraði. Haukur var sýknaður eftir fyrstu meðferð málsins í héraði en dæmdur í tveggja ára fangelsi í annað skiptið.

Kínverjum gert auðveldara að koma til Íslands

"Það skiptir gríðarlegu máli að opna aðgengi ferðamanna frá þessu svæði með öllum mögulegum leiðum," sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri þegar fréttastofa náði tali af henni í Perlunni í dag.

Kínverjum gert kleift að greiða með greiðslukortum á Íslandi

China Union Pay hefur gert samning við greiðslukortafyrirtækið Borgun um að hérlendis sé tekið á móti kortum Union Pay, en þau eru um tveir milljarðar talsins í 16 löndum Asíu. Þetta þýðir að nú geta kínverskir ferðamenn í fyrsta sinn greitt með kreditkortum í íslenskum verslunum og þjónustustöðum. Su Ge, sendiherra Kína á Íslandi, og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri munu greina nánar frá þessu á blaðamannafundi í Perlunni í dag, en samkvæmt tilkynningu verður um að ræða táknræna athöfn til að bjóða kínverska ferðamenn til landsins.

Ekki í persónulegum ábyrgðum

Fjárfestirinn Jón Helgi Guðmundsson , kenndur við BYKO, reiknar með að halda sínum félögum hér á landi þó fjárfestingafélag hans sé skuldum vafið. Hann átti stóran hlut í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot og segir Brjáni Jónassyni hvað honum finnst um ásakanir á hendur stjórnendum bankans um markaðsmisnotkun og ræðir þann lærdóm sem hann hefur dregið af hruninu.

Verð á umbúðapappír hækkar um 43 prósent

Heimsmarkaðsverð á pappír sem notaður er í umbúðir hefur hækkað um rúm 43 prósent á síðustu þremur árum. Árið 2009 kostaði tonnið af bylgjupappír, sem notaður er í flestar gerðir pappakassa, um 440 evrur en hefur nú hækkað upp í 630 evrur.

Fréttaskýring: Bakkavararbræður gera milljarðatilboð í félagið

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 prósenta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group.

Samið um 10 MW af raforku

Landsvirkjun og GMR Endurvinnslan tilkynntu í gær að fyrirtækin hefðu komist að samkomulagi um nýjan raforkusölusamning. Landsvirkjun afhendir GMR allt að tíu megavött af rafmagni til næstu sjö ára.

Kröfuhafar með stjórnartaumanna

Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna.

Hjálpar fyrirtækjum að fá ESB-styrki

Nýtt ráðgjafarfyrirtæki, NýNA ehf., tók til starfa um síðustu mánaðamót en markmiðið stofnandans er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um hvernig sækja megi um styrki frá Evrópusambandinu (ESB), þar á meðal um hina svokölluðu IPA-styrki sem veittir eru í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB.

Mikil eftirspurn eftir hlutum í Icelandair Group

Þreföld umframeftirspurn eftir hlutum Íslandsbanka í Icelandair Group hf. var í lokuðu uppboði sem lauk í dag. Bankinn hugðist selja 5% í félaginu en eftirspurnin var slík að þegar upp var staðið var tilboðum í 10,29% af útgefnu hlutafé tekið.

Iceland Express mátti auglýsa rýmri vélar

Iceland Express braut ekki lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar fyrirtækið auglýsti að „nýjar og betri flugvélar væru mun rýmri og að í þeim væri meira pláss". Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku. Þegar Iceland Express hóf að nota Airbus 320 vélar voru þær auglýstar og sagðar mun rýmri en eldri vélar félagsins. Icelandair kærði auglýsinguna til Neytendastofu og sagði að ekki væri fótur fyrir þeim fullyrðingum sem væru settar fram í þeim.

Bensínverð á Íslandi fylgir ekki heimsmarkaðsverði

Olíuverð hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum undanfarin misseri, en útsöluverð á bensíni til almennings hér á landi hefur ekki fylgt þeirri þróun. Líklegt er að bensínverð muni lækka enn frekar á næstunni.

Sjá næstu 50 fréttir