Viðskipti innlent

Lækkanir áberandi í kauphöllinni - lækkanir á erlendum mörkuðum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Úrvalsvísitala Nasdap kauphallar Íslands lækkaði um 0,72 prósent í dag, en mesta lækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, 6,34 prósent. Gengi bréfa í Högum hækkaði um 0,56 prósent og stendur það nú í 18,10.

Önnur félög lækkuðu nokkuð. Gengi bréfa Marels lækkaði um eitt prósent, Icelandair um 0,47 prósent og Össurar um 0,48 prósent.

Hlutabréfa lækkuðu víðast hvar í verði á alþjóðamörkuðum. Þannig lækkaði DAX vísitalan þýska um 2,09 prósent og í Bandaríkjunum hefur Nasdaq vísitalan lækkað um 1,94 prósent það sem af er degi, en þar er lokað fyrir viðskipti á skráðum mörkuðum í kvöld.

Sjá má ítarlegar markaðsupplýsingar um stöðu mál hér á landi, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×