Viðskipti innlent

Samið um 10 MW af raforku

Sífellt bætist í hóp fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu.
fréttablaðIÐ/gva
Sífellt bætist í hóp fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu. fréttablaðIÐ/gva
Landsvirkjun og GMR Endurvinnslan tilkynntu í gær að fyrirtækin hefðu komist að samkomulagi um nýjan raforkusölusamning. Landsvirkjun afhendir GMR allt að tíu megavött af rafmagni til næstu sjö ára.

Orkuna mun GMR nota til að endurvinna straumteina og tindaefni sem notað er við álframleiðslu. Jafnframt mun GMR endurvinna og framleiða stál í stangir til útflutnings.

GMR áformar að hefja rekstur verksmiðju sinnar á Grundartanga í ársbyrjun 2013. Í fyrstu er gert ráð fyrir framleiðslu um 30 þúsund tonna á ári en framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 100 þúsund tonn á ári. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×