Viðskipti innlent

Kortarisi gerir samning við Borgun

Xu og Haukur Forstjórar fyrirtækjanna tókust í hendur þegar korti frá Union Pay hafði verið rennt um posa frá Borgun.
Xu og Haukur Forstjórar fyrirtækjanna tókust í hendur þegar korti frá Union Pay hafði verið rennt um posa frá Borgun. fréttablaðið/gva
Kínverska greiðslukortafyrirtækið Union Pay og hið íslenska Borgun hafa gert með sér samning um að Borgun þjónusti viðskiptavini Union Pay. Þetta var kynnt við formlega athöfn í Perlunni í gær og geta nú kínverskir ferðamenn notað kort sín hérlendis.

Union Pay er stærsta greiðslukortafyrirtæki í heimi og rekur um tvo milljarða korta í sextán löndum í Asíu. Kínverskir ferðamenn sem eru með kort frá Union Pay hafa hingað til ekki getað notað kort sín hér.

„Þeir Kínverjar sem hingað koma virðast vera vel efnaðir,“ sagði Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, við tilefnið. Í fréttatilkynningu frá Borgun er bent á að markaðsrannsóknir sýni að kínverskir ferðamenn eyði að meðaltali meiri peningum en aðrir ferðamenn. Hingað komu um fimm þúsund kínverskir ferðamenn árið 2010.

Forstjóri China Union Pay, Xu Luode, og Haukur innsigluðu samkomulagið með því að strauja kort frá Union Pay í posa frá Borgun í Perlunni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×