Viðskipti innlent

LSR kaupir í Högum - gengi lækkaði í dag

BBI skrifar
Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag um 1,10% og er nú 17,9. Tilkynnt var um kaup A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á  hlut í fyrirtækinu í dag. Með kaupunum jók sjóðurinn hlut sinn í félaginu. Hann átti fyrir 4,85% hlut í Högum en er nú kominn í 6,35% hlut. Viðskiptin áttu sér stað í gær en tilkynnt var um þau í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×