Viðskipti innlent

Bankarnir notuðu 20 milljarða til að greiða erlendar skuldir í maí

Íslensku bankarnir notuðu rúmlega 20 milljarða króna til að greiða niður erlendar skuldir sínar í maímánuði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.943 milljörðum króna í lok maí og lækkuðu um 17,3 milljarða kr. í mánuðinum. Innlendar eignir námu 2.556 milljörðum króna og lækkuðu um 29,8 milljarða kr.

Í lok maí námu heildarskuldir innlánsstofnana 2.480 milljörðum króna og lækkuðu um 20,5 ma.kr frá fyrra mánuði. Lækkun skulda innlánsstofnana var nær öll í erlendum skuldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×