Viðskipti innlent

Haukur Þór dæmdur fyrir fjárdrátt í þriðja sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haukur Þór Haraldsson ásamt Gesti Jónssyni verjanda sínum.
Haukur Þór Haraldsson ásamt Gesti Jónssyni verjanda sínum.
Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjárdrátt. Haukur Þór starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun og var sakfelldur fyrir að hafa strax eftir hrun Landsbankans millifært 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. Þetta er í þriðja sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli Hauks, en tvisvar sinnum hefur Hæstiréttur ógilt dóminn og vísað málinu aftur til efnismeðferðar í héraði. Haukur var sýknaður eftir fyrstu meðferð málsins í héraði en dæmdur í tveggja ára fangelsi í annað skiptið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×