Viðskipti innlent

Kröfuhafar með stjórnartaumanna

Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna.

Á sama tíma var samþykkt að afnema hluthafasamkomulag þess efnis að bræðurnir myndu vera með meirihluta stjórnarmanna í Bakkavör Group sem hafði verið í gildi frá gerð nauðasamnings félagsins árið 2010. Þeir aðilar sem standa að myndun meirihlutablokkar innan Bakkavarar munu því fá meirihluta stjórnarmanna gangi áformin eftir og stýra félaginu í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×