Viðskipti innlent

Kínverjum gert kleift að greiða með greiðslukortum á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri verður í Perlunni.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri verður í Perlunni.
China Union Pay hefur gert samning við kreditkortafyrirtækið Borgun um að hérlendis sé tekið á móti kortum Union Pay, en þau eru um tveir milljarðar talsins í 16 löndum Asíu. Þetta þýðir að nú geta kínverskir ferðamenn í fyrsta sinn greitt með kreditkortum í íslenskum verslunum og þjónustustöðum.

Su Ge, sendiherra Kína á Íslandi, og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri munu greina nánar frá þessu á blaðamannafundi í Perlunni í dag, en samkvæmt tilkynningu verður um að ræða táknræna athöfn til að bjóða kínverska ferðamenn til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×