Fréttaskýring: Bakkavararbræður gera milljarðatilboð í félagið 23. júní 2012 05:45 Bræðurnir hafa gengið á milli annarra hluthafa á undanförnum dögum og boðist til að kaupa hluti þeirra í Bakkavör Group. fréttablaðið/vilhelm Munu Ágúst og Lýður eignast Bakkavör? Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 prósenta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir boðist til að greiða í reiðufé og að ekki sé um lánsfé frá fjármálastofnunum að ræða. Viðmælendur Fréttablaðsins innan lífeyrissjóða sem eiga hluti í Bakkavör Group segja mikið rætt um það hvaðan peningarnir sem bræðurnir séu að bjóða komi, enda hafi öll stór félög sem þeir áttu í fyrir bankahrun orðið gjaldþrota eða lent í annars konar fjárhagslegum hremmingum. Á meðal þeirra eru Kaupþing, Exista (sem í dag heitir Klakki) og Bakkavör. Ágúst er í dag forstjóri Bakkavarar og Lýður stjórnarformaður félagsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að stórir innlendir hluthafar ætli sér ekki að taka tilboði bræðranna og vinni nú að því að mynda meirihlutablokk í stjórn félagsins til að tryggja yfirráð sín. Bæði sé tilboðið of lágt miðað við núvirði félagsins, sem er talið vera allt að 40 milljarðar króna, auk þess sem vonir séu bundnar við að virðið muni aukast. Velta Bakkavarar Group á árinu 2011 var enda rúmlega 320 milljarðar króna og því ljóst að félagið er mjög verðmætt ef vel tekst til að endurskipuleggja það. Eins og staðan er í dag á Arion banki 34 prósenta hlut í Bakkavör Group og er stærsti einstaki eigandi félagsins. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna sjö prósent og Gildi lífeyrissjóður um fimm prósenta hlut. Þessir þrír aðilar mynda bakbeinið í meirihlutablokkinni. Auk þess hafa smærri lífeyrissjóðir og sjóðir í stýringu banka sem eru í hluthafahópnum heitið að standa að henni. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) seldi hins vegar allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group eftir að hugmyndir komu upp um hlutafjáraukninguna sem leiddi til þess að bræðurnir urðu aftur eigendur í félaginu. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, sagði við Fréttablaðið 6. júní síðastliðinn að salan hefði verið vegna þess að sjóðurinn hefði ekki verið sáttur við þær hugmyndir sem kynntar voru á hluthafafundi Bakkavarar í maí um hlutafjáraukninguna. Hann sagði að tilboðið hefði komið í gegnum ótengdan aðila. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það þó bræðurnir Ágúst og Lýður sem eignuðust á endanum þann hlut og greiddu um einn milljarð króna fyrir. thordur@frettabladid.is Tengdar fréttir Kröfuhafar með stjórnartaumanna Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna. 23. júní 2012 03:15 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Munu Ágúst og Lýður eignast Bakkavör? Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 prósenta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir boðist til að greiða í reiðufé og að ekki sé um lánsfé frá fjármálastofnunum að ræða. Viðmælendur Fréttablaðsins innan lífeyrissjóða sem eiga hluti í Bakkavör Group segja mikið rætt um það hvaðan peningarnir sem bræðurnir séu að bjóða komi, enda hafi öll stór félög sem þeir áttu í fyrir bankahrun orðið gjaldþrota eða lent í annars konar fjárhagslegum hremmingum. Á meðal þeirra eru Kaupþing, Exista (sem í dag heitir Klakki) og Bakkavör. Ágúst er í dag forstjóri Bakkavarar og Lýður stjórnarformaður félagsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að stórir innlendir hluthafar ætli sér ekki að taka tilboði bræðranna og vinni nú að því að mynda meirihlutablokk í stjórn félagsins til að tryggja yfirráð sín. Bæði sé tilboðið of lágt miðað við núvirði félagsins, sem er talið vera allt að 40 milljarðar króna, auk þess sem vonir séu bundnar við að virðið muni aukast. Velta Bakkavarar Group á árinu 2011 var enda rúmlega 320 milljarðar króna og því ljóst að félagið er mjög verðmætt ef vel tekst til að endurskipuleggja það. Eins og staðan er í dag á Arion banki 34 prósenta hlut í Bakkavör Group og er stærsti einstaki eigandi félagsins. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna sjö prósent og Gildi lífeyrissjóður um fimm prósenta hlut. Þessir þrír aðilar mynda bakbeinið í meirihlutablokkinni. Auk þess hafa smærri lífeyrissjóðir og sjóðir í stýringu banka sem eru í hluthafahópnum heitið að standa að henni. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) seldi hins vegar allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group eftir að hugmyndir komu upp um hlutafjáraukninguna sem leiddi til þess að bræðurnir urðu aftur eigendur í félaginu. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, sagði við Fréttablaðið 6. júní síðastliðinn að salan hefði verið vegna þess að sjóðurinn hefði ekki verið sáttur við þær hugmyndir sem kynntar voru á hluthafafundi Bakkavarar í maí um hlutafjáraukninguna. Hann sagði að tilboðið hefði komið í gegnum ótengdan aðila. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það þó bræðurnir Ágúst og Lýður sem eignuðust á endanum þann hlut og greiddu um einn milljarð króna fyrir. thordur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Kröfuhafar með stjórnartaumanna Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna. 23. júní 2012 03:15 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Kröfuhafar með stjórnartaumanna Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna. 23. júní 2012 03:15