Fleiri fréttir

Orkuveitan ver sig gegn gengissveiflum krónunnar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Arion banka til að verja fjárhag fyrirtækisins gegn gengissveiflum íslensku krónunnar. Samningurinn tryggir Orkuveitunni aðgang að erlendum gjaldeyri næstu sex árin og er verðmæti hans metið á um 15 milljarða króna.

Húsaleiguverð lækkar í borginni

Húsaleiguverð lækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við fyrri mánuð. Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands segir að vísitala leiguverðs hafi lækkað um 1,7% á svæðinu milli þessara mánaða.

Reginn inn í úrvalsvísitöluna

Fasteignafélagið Reginn, sem skráð verður í Kauphöll Íslands þann 2. júlí næstkomandi, mun taka sæti Atlantic Petroleum í OMXI6-úrvalsvísitölunni þegar viðskipti hefjast með bréf félagsins.

Tæplega 1.000 hluthafar - Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti mest

Hluthafar Regins hf., að loknu útboði félagsins, 957 talsins, og þar af eru smærri hluthafar, sem ekki eru á meðal 20 stærstu hluthafa, ríflega 33 prósent. Stærsti hluthafinn, að Eignhaldsfélagi Landsbankans ehf. frátöldu, er Lífeyrissjóður verzlunarmanna, með 8,26 prósent hlut.

Arnar efast um tölur OECD

Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, segir alrangt að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hafi verið neikvæð um 8% á ári að meðaltali frá árinu 2007. Raunávöxtunin að meðaltali er raunar neikvæð ef síðustu fjögur ár eru skoðuð í einu og þar vegur bankahrunið mest. Hins vegar er 8% ekki rétt tala.

Tippa og skafa í símunum með Betware-hugbúnaði

Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware.

Virði Smáralindarinnar 4,5 milljarðar króna

Virði Smáralindarinnar er um 4,5 milljarðar króna samkvæmt verðmiðanum sem settur var á fasteignafélagið Reginn þegar Landsbankinn seldi 75 prósent hlut í félaginu í byrjun vikunnar. Bankastjóri Landsbankans segist sáttur við hvernig útboðið gekk.

Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast

Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast á Íslandi. Vísitala kaupmáttar launa í maí er 111,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,3%.

LS Retail semur við Advania

Hugbúnaðarhúsið LS Retail hefur samið við Advania um uppsetningu, hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar, ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum.

Spá því að verðbólgan lækki í 4,9% í júní

Greining Arion banka spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júní. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan halda áfram að lækka og verða 4,9% í júní, samanborið við 5,4% í maí.

Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði

Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins.

Gengi Haga komið niður fyrir 18

Gengi bréfa í Högum í Kauphöll Íslands er nú fallið niður fyrir 18 en í lok síðasta mánaðar fór gengið hæst í 18,95. Í morgun hefur gengið fallið um 0,83 prósent, eins og sjá má markaðsupplýsingavef Vísis.

Umframeftirspurn eftir hlutabréfum í Regin

Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í fasteignafélaginu Regin hf., dótturfélagi Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf., í almennu hlutafjárútboði sem lauk klukkan fjögur í gær. Í útboðinu bauð Eignarhaldsfélag Landsbankans allt að 975 milljónir hluta í Regin til sölu, eða sem nemur 75% hlutafjár í félaginu.

Byggingakostnaður hækkaði um 0,4%

Vísitala byggingarkostnaðar í júní hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði og er nú um 115 stig. Verð á innfluttu efni hækkaði um 1,0%. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar.

Hagstofan mælir minnsta atvinnuleysi í maí í fjögur ár

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í maí 2012 að jafnaði 186.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.600 starfandi og 15.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83,1%, hlutfall starfandi 76% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnuleysi hefur lækkað um 2,5 prósentustig frá því í maí 2011 en þá var atvinnuleysi 11%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í maí mánuði frá því 2008 þegar það mældist 4,3%

Íslandsbanki býður 5 prósent hlut í Icelandair til sölu

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu 5% eignarhlut í Icelandair Group hf. Núverandi eignarhlutur Íslandsbanka nemur 19,99%. Endanleg stærð þess eignarhlutar sem seldur verður, mun ráðast af verðtilboðum fjárfesta.

Dráttarvextir hækka

Dráttarvextir hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentur og eru komnir í 12,75%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um vexti.

Mjög ánægjuleg tíðindi fyrir samkeppnishæfni Íslands

Stóriðjuframkvæmdir fyrir yfir eitthundrað milljarða króna eru í farvatninu í Þingeyjarsýslum, við tvö kísilver og tvær virkjanir. Landsvirkjunarmenn segja þetta ánægjuleg tíðindi sem staðfesti samkeppnishæfni Íslands. Tvö fyrirtæki, Thorsil og PCC, stefna nú bæði að því að hefja smíði kísilverksmiðju við Húsavík á næsta ári.

Íslandsbanki braut lög um persónuvernd

Íslandsbanki braut persónuverndalög með útsendingu markpósts sem barst fermingarbarni og foreldrum hans í lok mars, enda eru þau öll bannmerkt í Þjóðskrá. Hjónin gerðu sérstaklega athugasemd við það að pósturinn hefði verið sendur á ólögráða einstakling sem mætti ekki gera fjárhagsskuldbindingar.

Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun

Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava.

Sterk rök fyrir aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka

"Ýmislegt mælir með aðskilnaði viðskiptabanka frá annarri fjármálaþjónustu og erfitt er að benda á haldbær rök gegn slíkum aðskilnaði,“ segir Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins á sviði greininga, í grein um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi, sem birtist í Fjármálum, vefriti eftirlitsins í morgun.

Aflaverðmætið jókst um 9,7 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 47,3 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 37,6 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 9,7 milljarða kr. eða 25,8% á milli ára.

Ferðamannastraumurinn styrkir gengi krónunnar

Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast aðeins að undanförnu og er það einkum vegna aukins gjaldeyrisinnstreymis vegna ferðamanna eins og ætíð gerist á þessum árstíma.

Hálf Icesave skuld greidd

Nýi Landsbankinn greiddi þrotabúi gamla bankans 73 milljarða króna í erlendum myntum fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður upphæðin mjög fljótlega greidd út til forgangskröfuhafa bankans. Eftir þá greiðslu verður þrotabú Landsbankans búið að greiða rúman helming hinnar svokölluðu Icesave-skuldar.

Íslandsbanki styrkir hestamenn

Íslandsbanki, Ergó, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til þriggja ára og verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili LH á því tímabili.

Fasteignasalan í borginni áfram í góðum gír

Fasteignasalan á höfuðborgarsvæðinu er áfram í góðum gír. Alls var þinglýst 118 kaupsamningum á svæðinu í síðustu viku sem er töluvert meir en nemur meðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem eru 102 samningar á viku.

Endurfjármagna lánin frá AGS og Norðurlöndunum

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands greiða í byrjun þessarar viku samtals 171 milljarð króna. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS. Um er að ræða fyrirframgreiðslu að fjárhæð sem nemur 62 milljörðum króna til AGS og 109 milljörðum króna til Norðurlandanna. Að þessum fyrirframgreiðslum loknum verður búið að greiða til baka 53% af upphaflegri lánsfjárhæð frá AGS og 59% af upphaflegri lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna.

Búið að skattleggja fataverslun úr landi

Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%.

Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum

Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.

Fréttaskýring: Marorka 10 ára – Komin inn í ört vaxtarskeið

Marorka hélt upp á tíu ára afmæli sitt sl. föstudag með því að undirrita samning við Eimskipafélag Íslands um innleiðingu á orkustjórnunarkerfi í skip félagsins, sem er hannað af Marorku. Fyrirtækið er leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipum og hafa kerfi félagsins verið sett upp í flotum skipafélaga víða um heim undanfarin ár. Með innleiðingu kerfis frá Marorku skipar Eimskip sér í hóp skipafélaga, sem sjá mikilvægi þess að nýta orkustjórnunarbúnað til að lágmarka eldsneytisnotkun og stuðla þannig að verndun umhverfisins og að aukinni rekstrarhagkvæmni.

Máli gegn Tchenguiz verði hætt

Gert er ráð fyrir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, tilkynni í dag að stofnunin muni hætta rannsókn á máli Vincents Tchenguiz. Rannsóknin snýr að viðskiptum hans við Kaupþing banka, en bræðurnir Robert og Vincent voru á meðal helstu skuldara bankans. Stofnunin hefur meðal annars verið sökuð um að hafa beitt húsleitarheimildum við rannsóknina án nægilegs tilefnis. Breska blaðið Daily Telegraph býst við því að stofnunin sendi i dag frá sér yfirlýsingu þar sem útskýrt verði hvað fór úrskeiðis í rannsókn á málið Vincents. Telegraph segist jafnframt gera ráð fyrir að málinu gegn Robert verði haldið áfram um sinn.

Penninn seldur

Undirritaður hefur verið samningur um sölu á Pennanum á Íslandi ehf. Seljandi er Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., og kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín. Ráðgjafi kaupenda var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Penninn á Íslandi ehf. auglýstur til sölu þann 5. janúar síðastliðinn og var gengið til viðræðna við þá sem áttu hagstæðasta boðið. Samningurinn nú er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu slæmar

Mikill meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar og þeim fækkar verulega sem búast við að þær batni á næstunni. Þetta eru helstu niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á vegum Samtaka atvinnulífsins.

Yfirdráttarlánin tvöfaldast á síðustu þremur árum

Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu þremur árum og eru nú svipuð og þau voru síðustu mánuðina fyrir hrun. Hver fjárráða einstaklingur skuldar nú að meðaltali rúmar þrjú hundruð þúsund krónur í yfirdrátt.

Forstjóri Regins: Vonandi fær félagið trúverðuga og góða eigendur

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, sem skráð verður á markað síðar í sumar, segist binda vonir við að félagið fái góða og trúverðuga eigendur, sem tilbúnir verið að styðja við skynsamlegar ákvarðanir. Félagið sé stöðugt og gott rekstrarfélag með langatímaleigusamninga á góðum stöðum, m.a. í Smáralind og Egilshöll, sem eru stærstu einstöku fasteignir félagsins, sem samtals eru 27. "Þetta er spennandi og góður lokahnykkur á langt og strangt undirbúningsferli,“ segir Helgi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinkisins.

Hvað er gengistryggt lán? - Hæstiréttur klofnar

Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem tekist var á um hvort ákveðið lán væri lán í íslenskum krónum, bundið gengi erlendra gjaldmiðla (gengistryggt lán) eða hvort það væri lán í erlendum gjaldmiðli. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni en eins og kunnugt er eru gengistryggð lán ólögmæt.

Sjá næstu 50 fréttir