Viðskipti innlent

Krefjast þess að gamli Landsbankinn viðurkenni sektarkröfu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill að gamli Landsbankinn greiði kröfuna.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill að gamli Landsbankinn greiði kröfuna.
Samkeppniseftirlitið krefst þess að sekt sem lögð var á gamla Landsbankann verði viðurkennd sem forgangskrafa en ekki almenn krafa.

Sektin var lögð á bankann vegna samruna á Toyota og tengdum fyrirtækjum sem ekki var tilkynntur Samkeppniseftirlitinu. Sektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á nam 40 milljónum en áfrýjunarnefnd lækkaði sektina niður í 7 1/2 milljón. Slitastjórn gamla Landsbankans setti kröfuna í flokk almennra krafna. Við þetta vill Samkeppniseftirlitið ekki una og var mál vegna þessa þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Við getum ekki fallist á það og þess vegna er til þessa máls stofnað, til þess að láta reyna á þá röðun á kröfunni," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Vegna þess að við lítum á þetta þrotabú sem fyrirtæki í atvinnurekstri hér og við getum ekki unað því að þetta fyrirtæki þurfi ekki að standa skil á sektum samkeppnisyfirvalda eins og aðrir," segir Páll Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×