Viðskipti innlent

Kínverjum gert auðveldara að koma til Íslands

MH og JHH skrifar
Samningurinn var kynntur í Perlunni í morgun.
Samningurinn var kynntur í Perlunni í morgun. mynd/ mh
„Það skiptir gríðarlegu máli að opna aðgengi ferðamanna frá þessu svæði með öllum mögulegum leiðum," sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri þegar fréttastofa náði tali af henni í Perlunni í dag.

Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Um 2 milljarðar manna í Asíu eru með greiðslukort frá Union Pay.

„Það að gera þeim auðveldara með að borga fyrir þjónustu og vöru gerir komu þeirra til Íslands eftirsóknarverðari og það getur skipt máli fyrir afkomu ferðaþjónustunnar og þá sem á ferðamenn reiða sig á í sinni starfsemi," segir Ólöf Ýrr.

Í tilkynningu sem var send fjölmiðlum vegna samningsins sem kynntur var í morgun segir að samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu ferðamálastofnuninn sé búist við því að fjöldi kínverskra ferðamanna til Evrópu muni fjórfaldast til ársins 2020. Búist er við því að aukning ferðamanna frá Kína haldist í hendur við þróunina í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×