Viðskipti innlent

Leigumarkaðurinn virðist vera að festa sig í sessi

Þrátt fyrir síbatnandi efnahag á Íslandi frá hruninu 2008 er leigumarkaður landsins enn stór og virðist vera að festa sig í sessi.

Leigumarkaðurinn tvöfaldaðist að stærð eftir hrunið, fór úr rúmlega 5.000 samningum á ári fyrir hrun og upp í 11.000 samninga eftir það. Enn virðist sókn í leiguhúsnæði vera talsverð.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að á síðasta ári fjölgaði kaupsamningum um íbúðarhúsnæði um 60% á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi leigusamninga dróst aðeins saman um 7,5% á sama tímabili.

Í Morgunkorninu segir að ef til vill gæti leiguhúsnæði verið að festa sig í sessi sem valkostur og væri þá um að ræða kerfisbreytingu á íslenskum húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Kerfisbreytingu á þá leið að leiguhúsnæði verði raunverulegur valkostur.

Það væri mjög jákvæð þróun, enda verður verðmyndun á íbúðahúsnæði mun eðlilegri með virkum leigumarkaði. Hrunið sýndi hvað skuldsett íbúðarkaup með hárri greiðslubyrði geta verið hættuleg fjárhag heimilanna, að því er segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×