Viðskipti innlent

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex og vex

Magnús Halldórsson skrifar
Dust 514, tölvuleikur íslenska tölvuleikjaframleiðands CCP, mun koma á markað innan skamms. Hann verður annar leikurinn sem kemur á markað frá CCP, en netleikurinn EVE-online er nú þegar rekinn af CCP.
Dust 514, tölvuleikur íslenska tölvuleikjaframleiðands CCP, mun koma á markað innan skamms. Hann verður annar leikurinn sem kemur á markað frá CCP, en netleikurinn EVE-online er nú þegar rekinn af CCP.
„Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við USD 60 milljarðar árið 2011, andvirði meira en 7.100 milljarða króna, eða tæplega fimmfaldrar landsframleiðslu Íslands. Þótt hægt hafi á vexti geirans eftir árið 2008 er engu að síður gert ráð fyrir að hann muni áfram vaxa mun hraðar en heimsbúskapurinn í heild næstu árin," segir í greiningu frá Arion banka um tölvleikjaiðnaðinn á heimsvísu og hér á landi.

Í greiningunni er fjallað um ítarlega um iðnaðinn út frá ýmsum hliðum, og hann borinn saman við aðra geira í skemmtanaiðnaðum. Því er spáð að tölvuleikjaiðnaðurinn standi undir 38 prósent allra tekna í skemmtanaiðnaðinum árið 2015 (Sjá mynd), samkvæmt spám erlendra sérfræðinga.

„Í Global entertainment and media outlook frá PriceWaterhouseCoopers er um 7,2% árlegum vexti spáð til ársins 2016, þegar verðmæti iðnaðarins verður orðið USD 83 milljarðar. Tölvuleikir verða þar með vaxtarbroddurinn í skemmtanaiðnaðinum í nánustu framtíð," segir í greiningu Arion.



Íslensku leikjafyrirtækin hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár en velta þeirra sexfaldaðist á árunum 2005 til og með 2009. Vöxturinn hefur ekki síst verið mikill síðustu ár, en hér að neðan má sjá hvernig þróunin hefur verið í geiranum fram til loka árs 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×