Hreiðar Már: "Rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2012 21:33 Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma. FSA, breska fjármálaeftirlitið, hóf rannsókn á Kaupþingi Singer & Friedlander eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun í október 2008. FSA rannsóknin var afmörkuð við starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í London síðustu vikurnar fyrir fall bankans og FSA kom ekki nálægt skoðun á móðurfélaginu hér heima á Íslandi, enda hefur eftirlitið engin valdmörk gagnvart því. Núna, þremur og hálfu ári síðar er niðurstaðan sú að engin refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í rekstri bankans þessar vikur í Lundúnum fyrir fall bankanna. Hreiðar Már, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson gerðu sátt við FSA samhliða ákvörðun eftirlitsins. Hvað áhrif hefur þessi ákvörðun FSA, breska fjármálaeftirlitsins, fyrir þig, sem fyrrverandi forstjóra móðurfélagsins Kaupþings á Íslandi? „Þessi niðurstaða hefur töluvert mikla þýðingu. Því það voru uppi ásakanir um óeðlilega fjármagnsflutninga og að við höfum ekki staðið eðlilega að rekstri Singer & Friedlander, en rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt, að við höfum í hvívetna farið eftir lögum í rekstri bankans," segir Hreiðar Már, í samtali við fréttastofu en nálgast má myndskeið hér fyrir ofan með viðtali við hann frá Lúxemborg gegnum Skype. Þetta er ekki algjör hvítþvottur fyrir dótturfélagið í London því FSA telur að stjórnendur Kaupþings hafi greint ranglega frá því að Singer & Friedlander hafi verið í þeirri stöðu að fá lánalínu upp á einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða króna, frá móðurfélaginu Kaupþingi á Íslandi með skömmum fyrirvara. Þessi fullyrðing hafi ekki átt við rök að styðjast. Þá telur FSA að þetta sé alvarlegur brestur í upplýsingagjöf Kaupþings. Hreiðar Már segir að þessir vankantar á upplýsingagjöf séu þess eðlis að FSA hafi talið að stjórnendur Kaupþings hafi ekki upplýst eftirlitið, dagana fyrir hrun, um hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni banka, sem ekkert varð úr, hefði haft á rekstur Kaupþings, en stjórnendur bankans hafi talið eftirlitið fyllilega upplýst um það. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson skrifuðu undir sátt um að þeir megi ekki stjórna leyfisskyldum fjármálafyrirtækjum á Englandi í fimm ár frá falli Kaupþings, eða þangað til í október 2013. Hreiðar Már segir rannsókn FSA bæði tímafreka og kostnaðarsama. Þess vegna hafi hann verið tilbúinn að rita undir sátt um að starfa ekki í fjármálageiranum á Englandi á næstunni enda hafi það hvort sem er ekki staðið til. Miklu mikilvægara hafi verið að ljúka málinu. Sjá viðtalið við Hreiðar Má hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma. FSA, breska fjármálaeftirlitið, hóf rannsókn á Kaupþingi Singer & Friedlander eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun í október 2008. FSA rannsóknin var afmörkuð við starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í London síðustu vikurnar fyrir fall bankans og FSA kom ekki nálægt skoðun á móðurfélaginu hér heima á Íslandi, enda hefur eftirlitið engin valdmörk gagnvart því. Núna, þremur og hálfu ári síðar er niðurstaðan sú að engin refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í rekstri bankans þessar vikur í Lundúnum fyrir fall bankanna. Hreiðar Már, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson gerðu sátt við FSA samhliða ákvörðun eftirlitsins. Hvað áhrif hefur þessi ákvörðun FSA, breska fjármálaeftirlitsins, fyrir þig, sem fyrrverandi forstjóra móðurfélagsins Kaupþings á Íslandi? „Þessi niðurstaða hefur töluvert mikla þýðingu. Því það voru uppi ásakanir um óeðlilega fjármagnsflutninga og að við höfum ekki staðið eðlilega að rekstri Singer & Friedlander, en rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt, að við höfum í hvívetna farið eftir lögum í rekstri bankans," segir Hreiðar Már, í samtali við fréttastofu en nálgast má myndskeið hér fyrir ofan með viðtali við hann frá Lúxemborg gegnum Skype. Þetta er ekki algjör hvítþvottur fyrir dótturfélagið í London því FSA telur að stjórnendur Kaupþings hafi greint ranglega frá því að Singer & Friedlander hafi verið í þeirri stöðu að fá lánalínu upp á einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða króna, frá móðurfélaginu Kaupþingi á Íslandi með skömmum fyrirvara. Þessi fullyrðing hafi ekki átt við rök að styðjast. Þá telur FSA að þetta sé alvarlegur brestur í upplýsingagjöf Kaupþings. Hreiðar Már segir að þessir vankantar á upplýsingagjöf séu þess eðlis að FSA hafi talið að stjórnendur Kaupþings hafi ekki upplýst eftirlitið, dagana fyrir hrun, um hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni banka, sem ekkert varð úr, hefði haft á rekstur Kaupþings, en stjórnendur bankans hafi talið eftirlitið fyllilega upplýst um það. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson skrifuðu undir sátt um að þeir megi ekki stjórna leyfisskyldum fjármálafyrirtækjum á Englandi í fimm ár frá falli Kaupþings, eða þangað til í október 2013. Hreiðar Már segir rannsókn FSA bæði tímafreka og kostnaðarsama. Þess vegna hafi hann verið tilbúinn að rita undir sátt um að starfa ekki í fjármálageiranum á Englandi á næstunni enda hafi það hvort sem er ekki staðið til. Miklu mikilvægara hafi verið að ljúka málinu. Sjá viðtalið við Hreiðar Má hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur