Viðskipti innlent

Steingrímur fjallar um viðbrögð við efnahagskreppu í Strassborg

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Á þingmannafundi Evrópuráðsins sem stendur yfir í Strassborg dagana 25. - 29. júní tekur Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, þátt í sérstakri umræðu 26. júní um banka- og efnahagskreppuna í Evrópu. Fjallar hann um stefnumörkun og ráðstafanir sem gripið hefur verið til hér á landi til að bregðast við fjármálahruninu og árangur í þeim efnum, að því er segir í tilkynningu á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Í umræðunni í Evrópuráðinu verður sjónum m.a. beint að því hvort í niðurskurði ríkisútgjalda felist ógn gagnvart lýðræðinu og félagslegum réttindum og hvort hagsmunir þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi verði fyrir borð bornir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×