Fleiri fréttir Lögfræðingur kanni lögmæti Perlusölu Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna lögmæti þess að veita upplýsingar um tilboðsgjafa í Perluna og fjárhæðir tilboðanna. Þetta var samþykkt í framhaldi af tillögu Kjartans Magnússonar fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, sem gagnrýndi farmvindu málsins harðlega. 22.12.2011 09:18 Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka í samkeppnisrekstri hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. 22.12.2011 09:00 N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21.12.2011 21:00 "Skipulagt, ólögmætt, markvisst og refsivert" Einn af yfirmönnum Kaupþings bar fyrir dómi að krafa bankans á hendur sér vegna hlutabréfakaupa væri ekki gild vegna þess að Kaupþing hefði stundað markaðsmisnotkun með því að hafa með "skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti" haldið uppi verði hlutabréfa í bankanum. 21.12.2011 19:35 Sala á hlut í Landsvirkjun gæti fært þjóðinni skattlaust ár Hægt væri að bjóða upp á skattlaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. 21.12.2011 18:52 Engin innistæða fyrir síðustu launahækkunum Hækkun launa er langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og þær launahækkanir sem við sjáum í samkeppnislöndunum. Þá er kaupmáttur launa á sama stað og hann var árið 2004. 21.12.2011 20:30 Peningastefnunefnd var sammála um stýrivaxtaákvörðunina Tillaga seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum þann 7. desember síðastliðinn var samþykkt samhljóða af öllum í peningastefnunefnd. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem var gerð opinber í dag. 21.12.2011 16:33 Greining Íslandsbanka segir launahækkanir of miklar Launahækkanir á Íslandi undanfarið ár eru langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og launahækkanir í samkeppnislöndunum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá í morgun námu almennar launahækkanir 0,3% í nóvember síðastliðnum og launahækkanir síðustu tólf mánaða nema 9%. 21.12.2011 13:32 Skal greiða rúman milljarð til Landsbankans vegna framvirkra samninga Eignarhaldsfélagið NVN var í morgun dæmt til þess að greiða Landsbanka Íslands 995 milljónir króna í héraðsdómi í dag vegna framvirkra samninga sem félagið gerði um kaup á bréfum í bankanum. Stjórnarformanni félagsins, Einari Erni Jónssyni er gert að greiða 250 milljónir af upphæðinni, sem nemur sjálfskuldarábyrgð hans. 21.12.2011 12:20 Líklegt að Bretar annist málsvörn fyrir Ísland míðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna. 21.12.2011 12:09 Actavis semur um markaðssetningu á verkjalyfi Actavis Group hefur undirritað bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Limited um markaðssetningu á frumlyfinu MoxDuo® IR í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetningar hefst þegar í stað, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis. Reiknað er með að lyfið komi á bandaríska markaðinn á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni, mun Actavis hafa einkaleyfi til að markaðssetja og selja MoxDuo á bandaríska markaðinum. Samkvæmt áætlunum verður MoxDuo aðal verkjalyf Actavis í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur þegar sett lyfið Kadian á þann markað. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Bandaríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári. 21.12.2011 12:00 Trésmiðjan TH á Ísafirði er gjaldþrota Trésmiðjan TH ehf., á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Eins og fram hefur komið var öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í lok nóvember en þar unnu þrjátíu manns, bæði á Ísafirði og Akranesi. 21.12.2011 10:54 Kaupmáttur að aukast að nýju Laun hækkuðu almennt um 0,3% í nóvember miðað við mánuðinn á undan, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað almennt um 9%. Kaupmáttur launa, það er að segja hækkun launa að frádregnri verðbólgu, í nóvember hækkaði líka um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa hækkað um 3,6%. 21.12.2011 09:26 Nýherji hýsir upplýsingakerfi Reita Reitir fasteignafélag hafa ákveðið að velja Nýherja fyrir rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum félagsins. Reitir hafa ennfremur tekið í notkun Rent A Prent prentþjónustu Nýherja sem felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja. 21.12.2011 09:17 Fasteignaverð stendur í stað Verð á fasteignum fer ekki lengur hækkandi. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í nóvember síðastliðnum og stendur í stað frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að síðastliðna 3 mánuði hafi vísitalan hækkað um 2,4%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 3,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. 21.12.2011 09:14 Aflaverðmætið eykst um 11 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 114,2 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins 2011 samanborið við 103,2 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11 milljarða króna eða 10,6% á milli ára. 21.12.2011 09:11 Ársverðbólgan hækkar aðeins og mælist 5,3% Ársverðbólgan mælist nú 5,3% og hækkaði lítillega frá síðasta mánuði þegar hún mældist 5,2%. Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember er 386,0 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. 21.12.2011 09:06 Grunnhugmyndin í sjálfu sér ekki flókin Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segist skilja gagnrýni á flækjustig hinnar svokölluðu fjárfestingarleiðar bankans en segir grunnhugmyndina þó ekki flókna. 21.12.2011 08:00 Óbreyttir dráttarvextir Dráttarvöxtum verður haldið óbreyttum í janúar sem og vöxtum af verðtryggðum útlánum en óverðtryggðir vextir og vextir af skaðabótakröfum hækka. 21.12.2011 07:47 FSÍ hélt eftir 240 milljónum til að borga sektir og gjöld Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. 21.12.2011 06:15 Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20.12.2011 19:00 Mikil framleiðslugeta ástæða lítillar fjárfestingar "Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins. 20.12.2011 22:15 Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. 20.12.2011 21:15 Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar "Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. 20.12.2011 20:30 Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af ríkisfjármálunum Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. 20.12.2011 18:45 Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. 20.12.2011 18:31 Tvær nýjar Boeing vélar til Icelandair Icelandair Group hefur gengið frá kaupum á tveimur Boeing 757 200 vélum sem félagið hefur haft á langtímaleigu. 20.12.2011 17:54 Fasteignaverð hefur hækkað um 8% Fasteignaverð hækkaði um 8% frá janúar og þar til í október á þessu ári, segir Hagfræðideild Landsbankans í Vegvísi, riti sínu. Íbúðaverð stóð hins vegar næstum í stað allt árið í fyrra, nánar tiltekið lækkaði það um 0,5%. Raunlækkun fasteignaverðs, það er að segja verð að teknu tilliti til verðbólgu, nam um 1,9% á síðasta ári en raunverð fasteigna hækkaði um 2,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Velta og fjöldi kaupsamninga á árinu 2011 segja svipaða sögu. Á fyrstu 11 mánuðum ársins jókst veltan á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Árborg og Suðurnesjum í heild sinni um 54% miðað við sama tímabil árið 2010. Á þessum svæðum hefur fjöldi kaupsamninga einnig aukist um 53% milli ára. Innan þessa hóps er þróunin þó mjög mismunandi. Á höfuðborgarsvæðinu hefur veltan aukist á fyrrnefndu tímabili um 65% og fjöldi kaupsamninga um 59%. Á Suðurnesjum hefur veltan aftur á móti dregist saman um 39%3 á milli fyrstu 11 mánaða áranna 2010 og 2011 og fjöldi kaupsamninga hefur lækkað um 3%. 20.12.2011 16:20 Jólamaturinn miklu dýrari í ár Verð á jólamat hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. ASÍ segir að þegar bornar séu saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlitið gerði í desember í fyrra og desember í ár, komi í ljós miklar hækkanir í öllum vöruflokkum. Verð á reyktu kjöti hafi til dæmis hækkað um allt að 41% í sumum verslunum. Sem dæmi um miklar hækkanir á reyktu kjöti nefndi ASÍ að verð á birkireyktu úrbeinuðu hangilæri frá SS hefur hækkaði um 41% hjá Hagkaupum, 39% hjá Krónunni, 27% hjá Bónus, 16% hjá Nóatúni og 6% hjá Fjarðarkaupum. SS hangilærið er á sama verði og í fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 7% hjá Nettó. Aðrar hækkanir sem benda má á eru til dæmis kartöflur í lausu sem hafa hækkað um 39% hjá Nettó, 34% hjá Nóatúni, 33% hjá Bónus, 23% hjá Krónunni, 22% hjá Fjarðarkaupum en lækkað í verði um 4% hjá Hagkaupum. 600 gramma konfektkassi frá Nóa hefur hækkað í verði um 25% hjá Nóatúni, Samkaupum-Úrvali og Fjarðarkaupum, 14% hjá Nettó, 7% hjá Bónus og nánast staðið í stað hjá Hagkaupum. Vinsæl jólavara eins og tveggja lítra Egils appelsín hefur hækkað um 2-13% frá því í fyrra, minnst hækkaði appelsínið hjá Nettó eða úr 265 krónum í 269, eða um 2% en mest hækkaði það hjá Samkaupum-Úrvali úr 287 krónum í 324, eða 13%. 20.12.2011 14:48 Magnús Guðmundsson greiði rúmar 700 milljónir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfakaupa en samhliða var ákvörðun um að aflétta persónulegum ábyrgðum hans vegna lánanna rift. 20.12.2011 11:43 Eignasala Icelandic Group nemur 41 milljarði "Með sölu á starfseminni í Bandaríkjunum og sölu eigna í Þýskalandi og Frakklandi hefur Icelandic Group nú selt eignir fyrir samtals um 41 milljarð króna, þar af hefur um 21 milljarður verið greiddur með yfirtöku skulda sem hvíldu á þessari starfsemi.“ 20.12.2011 09:00 Kröfuhafar nálgast Hannes FI fjárfestingar ehf., félag í eigu Hannesar Smárasonar, var tekið til gjaldþrotaskipta á föstudag. Í kjölfarið mun skilanefnd Glitnis geta krafið Hannes um 400 milljónir króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst undir þegar FI fjárfestingar, sem hétu áður Fjárfestingafélagið Primus ehf., fékk tvö kúlulán hjá bankanum í lok árs 2007. Lánin standa nú í um 4,7 milljörðum króna. 20.12.2011 08:00 Subway hagnaðist um 124 milljónir Stjarnan ehf., sem er með einkaleyfi á Íslandi fyrir veitingahúsakeðjunni Subway, hagnaðist um 124,3 milljónir króna í fyrra. Það er rúmum fimmtán milljónum króna meiri hagnaður en árið 2009 þegar félagið hagnaðist um 109 milljónir króna. Stjarnan er í 100% eigu félags Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns. Stjarnan opnaði nýverið tuttugasta Subway-staðinn á Íslandi. 20.12.2011 10:00 Byggingarkostnaður eykst um 0,6% milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan desember er 112,3 stig sem er hækkun um 0,6% frá fyrri mánuði. 20.12.2011 09:00 Fleiri gætu fengið bakreikning Afstaða skattayfirvalda varðandi vexti á lánum vegna skuldsettra yfirtaka á fyrirtækjum er sú að þeir séu ekki frádráttarbærir frá tekjum fyrirtækja, þar sem ekki séu uppfyllt grundvallarskilyrði fyrir frádráttarbærni. Þetta segir í fréttatilkynningu frá embætti Ríkisskattstjóra frá desember 2009. 20.12.2011 09:00 High Liner greiðir 250 milljónir meira fyrir Icelandic Endanlegt kaupverð kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods fyrir bandarískar og asíu eignir Icelandic Group er rúmlega 2 milljónum dollara eða um 250 milljónum króna hærra en áður var tilkynnt. 20.12.2011 07:00 Síldarvertíðin heppnaðist vel hjá HB Granda Velheppnaðri síldarvertíð hjá HB Granda er lokið. Alls framleiddi HB Grandi 11.250 tonn af síldarflökum í fiskvinnslu sinni á Vopnafirði. 20.12.2011 07:00 Heldur dregur úr fjölda kaupsamninga um fasteignir Heldur dró úr fjölda þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en þeir voru 92 talsins. Hinsvegar hefur 100 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali undanfarnar 12 vikur. 20.12.2011 06:00 "Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar "Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. 19.12.2011 22:00 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19.12.2011 21:00 Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19.12.2011 20:37 Forstjóri Bygma: Íslenska hagkerfið ætti að rétta úr kútnum eftir 3 ár Forstjóri dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma, segist ekki gera ráð fyrir að hagnast á kaupunum á Húsasmiðjunni fyrren eftir þrjú ár. Fyrirtækið lítur á Húsasmiðjuna sem mikilvægt skref í útvíkkun keðjunnar um öll Norðurlöndin. 19.12.2011 19:00 Ekki hægt að flytja bílalánið nema með þriðjungshækkun á vöxtum Bílalánafyrirtækið Ergo neitar hjónum, sem vilja flytja bílalánið sitt yfir á nýrri bíl, um veðflutning nema nýr samningur verði gerður með rösklega þriðjungshækkun á vöxtum. Bankinn kveðst mæta fólki á miðri leið og veita afslátt frá markaðsvöxtum við veðflutning. 19.12.2011 18:00 Stjórnarmenn lásu um viljayfirlýsinguna í fjölmiðlum Stjórn Orkuveitunnar fékk ekki í hendur neinar upplýsingar um einstök tilboð í Perluna áður en skrifað var undir viljayfirlýsingu um söluna við hæstbjóðanda. Þetta fullyrðir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður i OR. Hann segir að slík gögn hafi verið send stjórnarmönnum með tölvupósti laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að stjórnarmenn höfðu lesið um umrædda viljayfirlýsingu í fjölmiðlum í morgun. 19.12.2011 16:00 Forstjóri Norðuráls ánægður með niðurstöður í máli gegn HS orku HS Orku er skylt að afhenda Norðuráli orku eins og félögin höfðu samið um. Þetta eru niðurstöður úr gerðardómsmáli varðandi gildi orkusölusamnings milli HS Orku og Norðuráls Helguvík. Gerðardómurinn, sem féll í Svíþjóð, var kynntur í dag. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var árið 2007, ber HS Orku að afhenda orku til nýrrar álverksmiðju sem Norðurál er að reisa í Helguvík. 19.12.2011 14:21 Sjá næstu 50 fréttir
Lögfræðingur kanni lögmæti Perlusölu Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna lögmæti þess að veita upplýsingar um tilboðsgjafa í Perluna og fjárhæðir tilboðanna. Þetta var samþykkt í framhaldi af tillögu Kjartans Magnússonar fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, sem gagnrýndi farmvindu málsins harðlega. 22.12.2011 09:18
Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka í samkeppnisrekstri hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. 22.12.2011 09:00
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21.12.2011 21:00
"Skipulagt, ólögmætt, markvisst og refsivert" Einn af yfirmönnum Kaupþings bar fyrir dómi að krafa bankans á hendur sér vegna hlutabréfakaupa væri ekki gild vegna þess að Kaupþing hefði stundað markaðsmisnotkun með því að hafa með "skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti" haldið uppi verði hlutabréfa í bankanum. 21.12.2011 19:35
Sala á hlut í Landsvirkjun gæti fært þjóðinni skattlaust ár Hægt væri að bjóða upp á skattlaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. 21.12.2011 18:52
Engin innistæða fyrir síðustu launahækkunum Hækkun launa er langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og þær launahækkanir sem við sjáum í samkeppnislöndunum. Þá er kaupmáttur launa á sama stað og hann var árið 2004. 21.12.2011 20:30
Peningastefnunefnd var sammála um stýrivaxtaákvörðunina Tillaga seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum þann 7. desember síðastliðinn var samþykkt samhljóða af öllum í peningastefnunefnd. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem var gerð opinber í dag. 21.12.2011 16:33
Greining Íslandsbanka segir launahækkanir of miklar Launahækkanir á Íslandi undanfarið ár eru langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og launahækkanir í samkeppnislöndunum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá í morgun námu almennar launahækkanir 0,3% í nóvember síðastliðnum og launahækkanir síðustu tólf mánaða nema 9%. 21.12.2011 13:32
Skal greiða rúman milljarð til Landsbankans vegna framvirkra samninga Eignarhaldsfélagið NVN var í morgun dæmt til þess að greiða Landsbanka Íslands 995 milljónir króna í héraðsdómi í dag vegna framvirkra samninga sem félagið gerði um kaup á bréfum í bankanum. Stjórnarformanni félagsins, Einari Erni Jónssyni er gert að greiða 250 milljónir af upphæðinni, sem nemur sjálfskuldarábyrgð hans. 21.12.2011 12:20
Líklegt að Bretar annist málsvörn fyrir Ísland míðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna. 21.12.2011 12:09
Actavis semur um markaðssetningu á verkjalyfi Actavis Group hefur undirritað bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Limited um markaðssetningu á frumlyfinu MoxDuo® IR í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetningar hefst þegar í stað, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis. Reiknað er með að lyfið komi á bandaríska markaðinn á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni, mun Actavis hafa einkaleyfi til að markaðssetja og selja MoxDuo á bandaríska markaðinum. Samkvæmt áætlunum verður MoxDuo aðal verkjalyf Actavis í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur þegar sett lyfið Kadian á þann markað. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Bandaríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári. 21.12.2011 12:00
Trésmiðjan TH á Ísafirði er gjaldþrota Trésmiðjan TH ehf., á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Eins og fram hefur komið var öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í lok nóvember en þar unnu þrjátíu manns, bæði á Ísafirði og Akranesi. 21.12.2011 10:54
Kaupmáttur að aukast að nýju Laun hækkuðu almennt um 0,3% í nóvember miðað við mánuðinn á undan, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað almennt um 9%. Kaupmáttur launa, það er að segja hækkun launa að frádregnri verðbólgu, í nóvember hækkaði líka um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa hækkað um 3,6%. 21.12.2011 09:26
Nýherji hýsir upplýsingakerfi Reita Reitir fasteignafélag hafa ákveðið að velja Nýherja fyrir rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum félagsins. Reitir hafa ennfremur tekið í notkun Rent A Prent prentþjónustu Nýherja sem felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja. 21.12.2011 09:17
Fasteignaverð stendur í stað Verð á fasteignum fer ekki lengur hækkandi. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í nóvember síðastliðnum og stendur í stað frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að síðastliðna 3 mánuði hafi vísitalan hækkað um 2,4%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 3,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. 21.12.2011 09:14
Aflaverðmætið eykst um 11 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 114,2 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins 2011 samanborið við 103,2 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11 milljarða króna eða 10,6% á milli ára. 21.12.2011 09:11
Ársverðbólgan hækkar aðeins og mælist 5,3% Ársverðbólgan mælist nú 5,3% og hækkaði lítillega frá síðasta mánuði þegar hún mældist 5,2%. Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember er 386,0 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. 21.12.2011 09:06
Grunnhugmyndin í sjálfu sér ekki flókin Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segist skilja gagnrýni á flækjustig hinnar svokölluðu fjárfestingarleiðar bankans en segir grunnhugmyndina þó ekki flókna. 21.12.2011 08:00
Óbreyttir dráttarvextir Dráttarvöxtum verður haldið óbreyttum í janúar sem og vöxtum af verðtryggðum útlánum en óverðtryggðir vextir og vextir af skaðabótakröfum hækka. 21.12.2011 07:47
FSÍ hélt eftir 240 milljónum til að borga sektir og gjöld Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. 21.12.2011 06:15
Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20.12.2011 19:00
Mikil framleiðslugeta ástæða lítillar fjárfestingar "Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins. 20.12.2011 22:15
Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. 20.12.2011 21:15
Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar "Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. 20.12.2011 20:30
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af ríkisfjármálunum Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. 20.12.2011 18:45
Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. 20.12.2011 18:31
Tvær nýjar Boeing vélar til Icelandair Icelandair Group hefur gengið frá kaupum á tveimur Boeing 757 200 vélum sem félagið hefur haft á langtímaleigu. 20.12.2011 17:54
Fasteignaverð hefur hækkað um 8% Fasteignaverð hækkaði um 8% frá janúar og þar til í október á þessu ári, segir Hagfræðideild Landsbankans í Vegvísi, riti sínu. Íbúðaverð stóð hins vegar næstum í stað allt árið í fyrra, nánar tiltekið lækkaði það um 0,5%. Raunlækkun fasteignaverðs, það er að segja verð að teknu tilliti til verðbólgu, nam um 1,9% á síðasta ári en raunverð fasteigna hækkaði um 2,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Velta og fjöldi kaupsamninga á árinu 2011 segja svipaða sögu. Á fyrstu 11 mánuðum ársins jókst veltan á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Árborg og Suðurnesjum í heild sinni um 54% miðað við sama tímabil árið 2010. Á þessum svæðum hefur fjöldi kaupsamninga einnig aukist um 53% milli ára. Innan þessa hóps er þróunin þó mjög mismunandi. Á höfuðborgarsvæðinu hefur veltan aukist á fyrrnefndu tímabili um 65% og fjöldi kaupsamninga um 59%. Á Suðurnesjum hefur veltan aftur á móti dregist saman um 39%3 á milli fyrstu 11 mánaða áranna 2010 og 2011 og fjöldi kaupsamninga hefur lækkað um 3%. 20.12.2011 16:20
Jólamaturinn miklu dýrari í ár Verð á jólamat hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. ASÍ segir að þegar bornar séu saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlitið gerði í desember í fyrra og desember í ár, komi í ljós miklar hækkanir í öllum vöruflokkum. Verð á reyktu kjöti hafi til dæmis hækkað um allt að 41% í sumum verslunum. Sem dæmi um miklar hækkanir á reyktu kjöti nefndi ASÍ að verð á birkireyktu úrbeinuðu hangilæri frá SS hefur hækkaði um 41% hjá Hagkaupum, 39% hjá Krónunni, 27% hjá Bónus, 16% hjá Nóatúni og 6% hjá Fjarðarkaupum. SS hangilærið er á sama verði og í fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 7% hjá Nettó. Aðrar hækkanir sem benda má á eru til dæmis kartöflur í lausu sem hafa hækkað um 39% hjá Nettó, 34% hjá Nóatúni, 33% hjá Bónus, 23% hjá Krónunni, 22% hjá Fjarðarkaupum en lækkað í verði um 4% hjá Hagkaupum. 600 gramma konfektkassi frá Nóa hefur hækkað í verði um 25% hjá Nóatúni, Samkaupum-Úrvali og Fjarðarkaupum, 14% hjá Nettó, 7% hjá Bónus og nánast staðið í stað hjá Hagkaupum. Vinsæl jólavara eins og tveggja lítra Egils appelsín hefur hækkað um 2-13% frá því í fyrra, minnst hækkaði appelsínið hjá Nettó eða úr 265 krónum í 269, eða um 2% en mest hækkaði það hjá Samkaupum-Úrvali úr 287 krónum í 324, eða 13%. 20.12.2011 14:48
Magnús Guðmundsson greiði rúmar 700 milljónir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfakaupa en samhliða var ákvörðun um að aflétta persónulegum ábyrgðum hans vegna lánanna rift. 20.12.2011 11:43
Eignasala Icelandic Group nemur 41 milljarði "Með sölu á starfseminni í Bandaríkjunum og sölu eigna í Þýskalandi og Frakklandi hefur Icelandic Group nú selt eignir fyrir samtals um 41 milljarð króna, þar af hefur um 21 milljarður verið greiddur með yfirtöku skulda sem hvíldu á þessari starfsemi.“ 20.12.2011 09:00
Kröfuhafar nálgast Hannes FI fjárfestingar ehf., félag í eigu Hannesar Smárasonar, var tekið til gjaldþrotaskipta á föstudag. Í kjölfarið mun skilanefnd Glitnis geta krafið Hannes um 400 milljónir króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst undir þegar FI fjárfestingar, sem hétu áður Fjárfestingafélagið Primus ehf., fékk tvö kúlulán hjá bankanum í lok árs 2007. Lánin standa nú í um 4,7 milljörðum króna. 20.12.2011 08:00
Subway hagnaðist um 124 milljónir Stjarnan ehf., sem er með einkaleyfi á Íslandi fyrir veitingahúsakeðjunni Subway, hagnaðist um 124,3 milljónir króna í fyrra. Það er rúmum fimmtán milljónum króna meiri hagnaður en árið 2009 þegar félagið hagnaðist um 109 milljónir króna. Stjarnan er í 100% eigu félags Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns. Stjarnan opnaði nýverið tuttugasta Subway-staðinn á Íslandi. 20.12.2011 10:00
Byggingarkostnaður eykst um 0,6% milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan desember er 112,3 stig sem er hækkun um 0,6% frá fyrri mánuði. 20.12.2011 09:00
Fleiri gætu fengið bakreikning Afstaða skattayfirvalda varðandi vexti á lánum vegna skuldsettra yfirtaka á fyrirtækjum er sú að þeir séu ekki frádráttarbærir frá tekjum fyrirtækja, þar sem ekki séu uppfyllt grundvallarskilyrði fyrir frádráttarbærni. Þetta segir í fréttatilkynningu frá embætti Ríkisskattstjóra frá desember 2009. 20.12.2011 09:00
High Liner greiðir 250 milljónir meira fyrir Icelandic Endanlegt kaupverð kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods fyrir bandarískar og asíu eignir Icelandic Group er rúmlega 2 milljónum dollara eða um 250 milljónum króna hærra en áður var tilkynnt. 20.12.2011 07:00
Síldarvertíðin heppnaðist vel hjá HB Granda Velheppnaðri síldarvertíð hjá HB Granda er lokið. Alls framleiddi HB Grandi 11.250 tonn af síldarflökum í fiskvinnslu sinni á Vopnafirði. 20.12.2011 07:00
Heldur dregur úr fjölda kaupsamninga um fasteignir Heldur dró úr fjölda þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en þeir voru 92 talsins. Hinsvegar hefur 100 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali undanfarnar 12 vikur. 20.12.2011 06:00
"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar "Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. 19.12.2011 22:00
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19.12.2011 21:00
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19.12.2011 20:37
Forstjóri Bygma: Íslenska hagkerfið ætti að rétta úr kútnum eftir 3 ár Forstjóri dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma, segist ekki gera ráð fyrir að hagnast á kaupunum á Húsasmiðjunni fyrren eftir þrjú ár. Fyrirtækið lítur á Húsasmiðjuna sem mikilvægt skref í útvíkkun keðjunnar um öll Norðurlöndin. 19.12.2011 19:00
Ekki hægt að flytja bílalánið nema með þriðjungshækkun á vöxtum Bílalánafyrirtækið Ergo neitar hjónum, sem vilja flytja bílalánið sitt yfir á nýrri bíl, um veðflutning nema nýr samningur verði gerður með rösklega þriðjungshækkun á vöxtum. Bankinn kveðst mæta fólki á miðri leið og veita afslátt frá markaðsvöxtum við veðflutning. 19.12.2011 18:00
Stjórnarmenn lásu um viljayfirlýsinguna í fjölmiðlum Stjórn Orkuveitunnar fékk ekki í hendur neinar upplýsingar um einstök tilboð í Perluna áður en skrifað var undir viljayfirlýsingu um söluna við hæstbjóðanda. Þetta fullyrðir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður i OR. Hann segir að slík gögn hafi verið send stjórnarmönnum með tölvupósti laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að stjórnarmenn höfðu lesið um umrædda viljayfirlýsingu í fjölmiðlum í morgun. 19.12.2011 16:00
Forstjóri Norðuráls ánægður með niðurstöður í máli gegn HS orku HS Orku er skylt að afhenda Norðuráli orku eins og félögin höfðu samið um. Þetta eru niðurstöður úr gerðardómsmáli varðandi gildi orkusölusamnings milli HS Orku og Norðuráls Helguvík. Gerðardómurinn, sem féll í Svíþjóð, var kynntur í dag. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var árið 2007, ber HS Orku að afhenda orku til nýrrar álverksmiðju sem Norðurál er að reisa í Helguvík. 19.12.2011 14:21