Viðskipti innlent

Byggingarkostnaður eykst um 0,6% milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan desember er 112,3 stig sem er hækkun um 0,6% frá fyrri mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að verð á innlendu efni hækkaði um 0,8% en verð á innfluttu efni hækkaði um 0,2%. Vinnuliðir hækkuðu um 0,7%, sem að stórum hluta skýrist af samningsbundnum desemberuppbótum. Þá hækkaði liðurinn vélar, flutningur og orkunotkun um 0,8%. Vísitalan gildir í janúar 2012.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 11,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×