"Skipulagt, ólögmætt, markvisst og refsivert" Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2011 19:35 Einn af yfirmönnum Kaupþings bar fyrir dómi að krafa bankans á hendur sér vegna hlutabréfakaupa væri ekki gild vegna þess að Kaupþing hefði stundað markaðsmisnotkun með því að hafa með „skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti" haldið uppi verði hlutabréfa í bankanum. Ingvar Vilhjálmsson var yfirmaður markaðsviðskipta hjá Kaupþingi banka. Í síðasta mánuði féll dómur í máli slitastjórnar Kaupþings á hendur Ingvari í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá var þeirri ákvörðun bankans frá 25. september 2008 að fella niður persónulega ábyrgð Ingvars rift og hann jafnframt dæmdur til að greiða þrotabúi bankans rúmlega 2,6 milljarða króna. Um er að ræða eitt af fimm málum gegn fyrrum starfsmönnum sem fallið hafa slitastjórn Kaupþings í vil, en síðast í gær var Magnús Guðmundsson dæmdur til að greiða 717 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í sambærilegu máli. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er málsvörn Ingvars Vilhjálmssonar, en í dómnum kemur fram að líkt og staðfest hafi verið í dómum Hæstaréttar megi efni samnings um kröfuréttindi ekki vera andstætt lögum og velsæmi, slíkt stofni ekki efnislegan rétt til handa kröfuhafa. Síðan segir: „Þrátt fyrir að lán (Kaupþings) til (Ingvars) til kaupa á hlutum í Kaupþingi hafi hvorki verið andstæð lögum né velsæmi þegar þau hafi verið veitt byggi (Ingvar) á að þau hafi, á einhverju tímamarki, orðið þáttur í glæpsamlegum og refsiverðum athöfnum (Kaupþings.) Hér sé átt við að (Kaupþing) hafi með skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti haldið uppi verði hlutabréfa í (bankanum) og að hlutafjáreign starfsmanna (Kaupings) og bann (bankans) við sölu slíkra bréfa hafi verið hluti af þeirri háttsemi." Með öðrum orðum, þá hélt Ingvar, sem var einn af yfirmönnum Kaupþings, því fram fyrir dómi að bankinn hafi stundað kerfisbundna markaðsmisnotkun og m.a af þeirri ástæðu hafi lánasamningar milli hans og bankans ekki stofnað efnislegan rétt. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Einn af yfirmönnum Kaupþings bar fyrir dómi að krafa bankans á hendur sér vegna hlutabréfakaupa væri ekki gild vegna þess að Kaupþing hefði stundað markaðsmisnotkun með því að hafa með „skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti" haldið uppi verði hlutabréfa í bankanum. Ingvar Vilhjálmsson var yfirmaður markaðsviðskipta hjá Kaupþingi banka. Í síðasta mánuði féll dómur í máli slitastjórnar Kaupþings á hendur Ingvari í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá var þeirri ákvörðun bankans frá 25. september 2008 að fella niður persónulega ábyrgð Ingvars rift og hann jafnframt dæmdur til að greiða þrotabúi bankans rúmlega 2,6 milljarða króna. Um er að ræða eitt af fimm málum gegn fyrrum starfsmönnum sem fallið hafa slitastjórn Kaupþings í vil, en síðast í gær var Magnús Guðmundsson dæmdur til að greiða 717 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í sambærilegu máli. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er málsvörn Ingvars Vilhjálmssonar, en í dómnum kemur fram að líkt og staðfest hafi verið í dómum Hæstaréttar megi efni samnings um kröfuréttindi ekki vera andstætt lögum og velsæmi, slíkt stofni ekki efnislegan rétt til handa kröfuhafa. Síðan segir: „Þrátt fyrir að lán (Kaupþings) til (Ingvars) til kaupa á hlutum í Kaupþingi hafi hvorki verið andstæð lögum né velsæmi þegar þau hafi verið veitt byggi (Ingvar) á að þau hafi, á einhverju tímamarki, orðið þáttur í glæpsamlegum og refsiverðum athöfnum (Kaupþings.) Hér sé átt við að (Kaupþing) hafi með skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti haldið uppi verði hlutabréfa í (bankanum) og að hlutafjáreign starfsmanna (Kaupings) og bann (bankans) við sölu slíkra bréfa hafi verið hluti af þeirri háttsemi." Með öðrum orðum, þá hélt Ingvar, sem var einn af yfirmönnum Kaupþings, því fram fyrir dómi að bankinn hafi stundað kerfisbundna markaðsmisnotkun og m.a af þeirri ástæðu hafi lánasamningar milli hans og bankans ekki stofnað efnislegan rétt.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira