Viðskipti innlent

Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu.

Árni Páll var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfum haft misjafna sýn á sum mál, eðli málsins samkvæmt, en ég hef ekki viljað bera hann á torg," segir Árni Páll um ágreining milli sín og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Árni Páll segir tekist hafi að jafna ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu og því hafi samstarf þeirra Steingríms í heildina verið gott.

Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Árni Páll ræðir meintan ágreining við Steingrím hér fyrir ofan. Klinkið í heild sinni má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×