Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 21:15 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira