Viðskipti innlent

Tvær nýjar Boeing vélar til Icelandair

Icelandair Group hefur gengið frá kaupum á tveimur Boeing 757 200 vélum sem félagið hefur haft á langtímaleigu.

Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að ákveðið hafi verið að kaupa vélarnar af leigusala vegna hagstæðra kjara sem félaginu bauðst.

„Meginhluti kaupverðsins var fjármagnaður með rúmlega 24 milljóna dollara láni til 6 ára. Vélarnar hafa verið í notkun í millilandaflugi Icelandair og munu halda því áfram," segir í tilkynningunni.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að miðað við áætlaðan notkunartíma vélanna þá bæti kaupin afkomu félagsins og á þeim forsendum hafi ákvörðunin verið tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×