Viðskipti innlent

N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013.

Þetta kom fram í viðtali við Hermann í nýjasta þættinum af Klinkinu. N1 fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu fyrr á þessu ári eftir að bankarnir tóku félagið yfir. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu sautján lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti vænan hlut í N1 fyrr á þessu ári og verður, ef allt gengur eftir, stærsti hluthafinn í N1 áður en árið er úti.

Hermann segir mikla pappírsvinnu fylgja skráningu félagsins í Kauphöll og því sé ekki útilokað að skráningin muni tefjast. Félagið er þó í þeirri stöðu að ráðast megi í skráninguna eins fljótt og verða má.

Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Hermann ræðir skráningu N1 í Kauphöllina hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×