Viðskipti innlent

Nýherji hýsir upplýsingakerfi Reita

Einar Þorsteinsson fjármálastjóri Reita, Emil Einarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja, Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, og Ottó Freyr Jóhannsson, söluráðgjöf Nýherja.
Einar Þorsteinsson fjármálastjóri Reita, Emil Einarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja, Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, og Ottó Freyr Jóhannsson, söluráðgjöf Nýherja.
Reitir fasteignafélag hafa ákveðið að velja Nýherja fyrir rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum félagsins. Reitir hafa ennfremur tekið í notkun Rent A Prent prentþjónustu Nýherja sem felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja.

Í tilkynningu segir að Reitir sé þjónustufyrirtæki á sviði útleigu á atvinnuhúsnæði á Íslandi en félagið hefur yfir að ráða fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið.

Reitir ákváðu að velja rekstrarþjónustu Nýherja í kjölfar verðkönnunar, en þjónustan felur í sér rekstur á upplýsingakerfum, notendabúnaði og miðlægum búnaði.

Reitir völdu ennfremur Rent A Prent þjónustu Nýherja, en þjónustan felur í sér allt að því 25-30% lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja. Þá er hægt að fækka prenturum um allt að því 40% með Rent A Prent. Nýherji annast allan prentbúnað, sér um uppsetningu, kennir starfsfólki á tækin og útvegar alla rekstrarvöru, eins og blekhylki og pappír. Í Rent A Prent er einnig fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðarþjónusta innifalin en fylgst er með ástandi allra prentara í gegnum vaktþjónustu.

"Hjá Nýherja eru tölvukerfi Reita vistuð í kerfisrými sem hefur öryggisvottun ISO 27001. Við leggjum áherslu á öguð vinnubrögð og vel skilgreindir ferlar eru lykilþættir í að tryggja fumlausan rekstur tölvukerfa viðskiptavina okkar, hagkvæmni og fyrsta flokks þjónustu. Við bjóðum Reiti velkomið í hóp ört stækkandi hóp viðskiptavina í rekstrarþjónustu hjá Nýherja," segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja.

„Við teljum okkar hag betur borgið með því að útvista eigin tölvukerfi hjá Nýherja í stað þess að annast rekstur þess sjálf. Þannig getum við einbeitt okkur að eigin kjarnastarfsemi á meðan Nýherji annast tölvukerfi okkar," segir Einar Þorsteinsson fjármálastjóri hjá Reitum fasteignafélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×