Viðskipti innlent

Magnús Guðmundsson greiði rúmar 700 milljónir

Magnús Guðmundsson var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfakaupa en samhliða var ákvörðun um að aflétta persónulegum ábyrgðum hans vegna lánanna rift.

Um er að ræða fimmta dóm sinnar tegundar sem fellur í héraðsdómi, en nákvæmlega eins dómur féll í síðasta mánuði þegar Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi yfirmaður markaðsviðskipta Kaupþings, var dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna.

Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Magnúsar Guðmundssonar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×