Sala á hlut í Landsvirkjun gæti fært þjóðinni skattlaust ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2011 18:52 Hægt væri að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, hefur fært rök fyrir því að skynsamlegt sé að selja hlut í Landsvirkjun með útgáfu nýs hlutafjár, t.d til lífeyrissjóðanna, sem eru jú eign íslensku þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga, en fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist eitt hundrað milljarðar króna, að því gefnu að fyrirtækið sé 300 milljarða króna virði. Efnahags- og viðskiptaráðherra er opinn fyrir þessari hugmynd og hefur sagt að þetta verði að skoða af alvöru. Fjármálaráðherra er ekki jafn spenntur. „Það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöldfréttum okkar í gær.Kostirnir margir Kostirnir sem Ásgeir Jónsson nefnir eru að með þessari leið blandaðs eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða mætti aftengja ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar. Fyrirtækið fengi sjálfstætt lánshæfismat. Fyrirtækið hefði jafnframt sterkara eiginfjárhlutfall og þyrfti ekki að reiða sig á skuldsetningu við fjármögnun nýrra virkjana, þetta sé afar jákvætt því eftir hrun sé sérstaklega mikilvægt að hafa sterkt eigið fé vegna lánsfjárþurrðar á mörkuðum. Þá segir Ásgeir aukinn slagkraft komast í fjárfestingar með miklu eigin fé, t.d eiginfjárhlutfalli upp á 40 prósent, og óvissuþættirnir séu færri. Reiknað er með að í ár verði 42 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 18 á því næsta, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta þýðir að fyrir 25 prósenta hlut í formi nýs hlutafjár í Landsvirkjun sem seldur yrði til lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings, mætti leiðrétta fjárlagahalla þessa árs og þess næsta og gott betur. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, bauð þjóðinni upp á skattlaust ár árið 1988. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 116 milljarðar króna. Það liggur því fyrir að miðað við verðmat sem liggur fyrir á 25 prósentum í nýju hlutafé í Landsvirkjun mætti bjóða íslensku þjóðinni og skuldsettum heimilum upp á skattleysi í eitt ár. Heilt ár, án tekjuskatts á einstaklinga. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hægt væri að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, hefur fært rök fyrir því að skynsamlegt sé að selja hlut í Landsvirkjun með útgáfu nýs hlutafjár, t.d til lífeyrissjóðanna, sem eru jú eign íslensku þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga, en fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist eitt hundrað milljarðar króna, að því gefnu að fyrirtækið sé 300 milljarða króna virði. Efnahags- og viðskiptaráðherra er opinn fyrir þessari hugmynd og hefur sagt að þetta verði að skoða af alvöru. Fjármálaráðherra er ekki jafn spenntur. „Það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöldfréttum okkar í gær.Kostirnir margir Kostirnir sem Ásgeir Jónsson nefnir eru að með þessari leið blandaðs eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða mætti aftengja ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar. Fyrirtækið fengi sjálfstætt lánshæfismat. Fyrirtækið hefði jafnframt sterkara eiginfjárhlutfall og þyrfti ekki að reiða sig á skuldsetningu við fjármögnun nýrra virkjana, þetta sé afar jákvætt því eftir hrun sé sérstaklega mikilvægt að hafa sterkt eigið fé vegna lánsfjárþurrðar á mörkuðum. Þá segir Ásgeir aukinn slagkraft komast í fjárfestingar með miklu eigin fé, t.d eiginfjárhlutfalli upp á 40 prósent, og óvissuþættirnir séu færri. Reiknað er með að í ár verði 42 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 18 á því næsta, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta þýðir að fyrir 25 prósenta hlut í formi nýs hlutafjár í Landsvirkjun sem seldur yrði til lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings, mætti leiðrétta fjárlagahalla þessa árs og þess næsta og gott betur. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, bauð þjóðinni upp á skattlaust ár árið 1988. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 116 milljarðar króna. Það liggur því fyrir að miðað við verðmat sem liggur fyrir á 25 prósentum í nýju hlutafé í Landsvirkjun mætti bjóða íslensku þjóðinni og skuldsettum heimilum upp á skattleysi í eitt ár. Heilt ár, án tekjuskatts á einstaklinga. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira