Viðskipti innlent

Actavis semur um markaðssetningu á verkjalyfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Actavis Group hefur undirritað bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Limited um markaðssetningu á frumlyfinu MoxDuo® IR í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetningar hefst þegar í stað, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis. Reiknað er með að lyfið komi á bandaríska markaðinn á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni, mun Actavis hafa einkaleyfi til að markaðssetja og selja MoxDuo á bandaríska markaðinum.

Samkvæmt áætlunum verður MoxDuo aðal verkjalyf Actavis í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur þegar sett lyfið Kadian á þann markað. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Bandaríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×