"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2011 22:00 „Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00