Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 19:00 Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira