FSÍ hélt eftir 240 milljónum til að borga sektir og gjöld 21. desember 2011 06:15 Ef fyrirtækið þarf að borga sekt vegna samkeppnislagabrota sem hafa verið í rannsókn frá því í mars munu þær greiðslur dragast frá kaupverði Bygma. fréttablaðið/Pjetur Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hélt eftir um 240 milljónum krónum af eignum Húsasmiðjunnar þegar hann seldi fyrirtækið til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum var þetta gert til að tryggja skaðleysi hans fyrir tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum sem Húsasmiðjan stendur frammi fyrir að þurfa mögulega að greiða. Verði Húsasmiðjunni gert að greiða skuldbindingarnar munu þær fyrst dragast frá kaupverði Bygma, 800 milljónum króna. Ef það dugar ekki til munu eignirnar sem FSÍ hélt eftir fara upp í skuldina. Annars vegar snýst málið um mögulega endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota. Hins vegar er um mögulega sekt vegna meints samkeppnisbrots að ræða. Bygma keypti Húsasmiðjuna á mánudag og á að greiða fyrir 800 milljónir króna í reiðufé ásamt því að taka yfir 2,5 milljarða króna skuldir fyrirtækisins. Í tilkynningu frá FSÍ vegna sölunnar kom fram að afrakstur sölunnar myndi renna til eigenda sjóðsins í samræmi við reglur hans og samþykktir. Þar segir einnig: „ekki er á þessari stundu ljóst hversu há sú upphæð verður þar sem seljandi mun halda eftir ábyrgð á tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum, sem urðu til áður en FSÍ eignaðist fyrirtækið“. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú endurálagning gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæðu endurálagningarinnar má rekja til þess þegar félag í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar keypti Húsasmiðjuna sumarið 2002 ásamt Baugi Group, fjárfestingarfélagi í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Félagið hét Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í byrjun árs 2004 var það sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 4,3 milljarða króna. Snemma árs 2005 seldu Árni og Hallbjörn síðan eignarhluta sinn í Húsasmiðjunni til nýstofnaðs félags í eigu Baugs, Saxbygg og Fjárfestingafélagsins Primus, sem var í eigu Hannesar Smárasonar. Það félag fékk sama nafn og félagið sem áður hafði verið rennt saman við Húsasmiðjuna, Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í mars 2006 var það svo sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 2,8 milljarða króna. Samkeppniseftirlitið hefur verið með meint samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins til rannsóknar frá því í mars á þessu ári. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt verðsamráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru.thordur@frettabladid.is Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hélt eftir um 240 milljónum krónum af eignum Húsasmiðjunnar þegar hann seldi fyrirtækið til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum var þetta gert til að tryggja skaðleysi hans fyrir tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum sem Húsasmiðjan stendur frammi fyrir að þurfa mögulega að greiða. Verði Húsasmiðjunni gert að greiða skuldbindingarnar munu þær fyrst dragast frá kaupverði Bygma, 800 milljónum króna. Ef það dugar ekki til munu eignirnar sem FSÍ hélt eftir fara upp í skuldina. Annars vegar snýst málið um mögulega endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota. Hins vegar er um mögulega sekt vegna meints samkeppnisbrots að ræða. Bygma keypti Húsasmiðjuna á mánudag og á að greiða fyrir 800 milljónir króna í reiðufé ásamt því að taka yfir 2,5 milljarða króna skuldir fyrirtækisins. Í tilkynningu frá FSÍ vegna sölunnar kom fram að afrakstur sölunnar myndi renna til eigenda sjóðsins í samræmi við reglur hans og samþykktir. Þar segir einnig: „ekki er á þessari stundu ljóst hversu há sú upphæð verður þar sem seljandi mun halda eftir ábyrgð á tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum, sem urðu til áður en FSÍ eignaðist fyrirtækið“. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú endurálagning gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæðu endurálagningarinnar má rekja til þess þegar félag í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar keypti Húsasmiðjuna sumarið 2002 ásamt Baugi Group, fjárfestingarfélagi í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Félagið hét Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í byrjun árs 2004 var það sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 4,3 milljarða króna. Snemma árs 2005 seldu Árni og Hallbjörn síðan eignarhluta sinn í Húsasmiðjunni til nýstofnaðs félags í eigu Baugs, Saxbygg og Fjárfestingafélagsins Primus, sem var í eigu Hannesar Smárasonar. Það félag fékk sama nafn og félagið sem áður hafði verið rennt saman við Húsasmiðjuna, Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í mars 2006 var það svo sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 2,8 milljarða króna. Samkeppniseftirlitið hefur verið með meint samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins til rannsóknar frá því í mars á þessu ári. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt verðsamráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru.thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent