Líklegt að Bretar annist málsvörn fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2011 12:09 Smíðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna. Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyt, Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, skipa sérstakan ráðgjafarhóp íslenskra stjórnvalda vegna málshöfðunar ESA á hendur íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum, en þau funduðu strax í gær vegna stefnunnar í málinu, sem birt var í gær. Innan tveggja mánaða þarf íslenska ríkið að skila greinargerð fyrir dómstólnum vegna stefnunnar. Málsmeðferðartími í sambærilegum málum er 6-9 mánuðir, miðað við meðaltal mála sem finna má á vef dómstólsins. Að sögn Jóhannes Karls Sveinssonar er nokkur málaþungi hjá EFTA-dómstólnum að þessu sinni og því gæti þessi tími orðið eitthvað lengri. Þá geta önnur ríki stefnt sér inni í málið og skilað greinargerðum og því megi reikna með lengri málsmeðferð. Í stefnu ESA er vitnað sérstaklega til mismununar skv. 4. gr. EES-samningsins. Óvíst er hvaða réttaráhrif það hefur verði niðurstaða dómsins að íslenska ríkið hafi brotið gegn þessari grein samningsins, en ef eitthvað, er það verri niðurstaða en ef málið myndi eingöngu snúast um lágmarkstrygginguna, samkvæmt tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar, enda væri mögulega hægt að byggja víðtækari kröfur á mismunun Íslands eftir þjóðerni en lágmarkstryggingu þar sem fjárhæðin er niðurnjörvuð, 20.887 evrur á hvern sparifjáreiganda. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flýta menn sér hægt, enda þarf að vanda til verksins. Á næstunni verður ráðin erlend lögmannsstofa til að annast málflutning fyrir íslenska ríkið í málinu, en þá verður einkum horft til reynslu viðkomandi lögmanna af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einkum horft til Lundúna í þessum efnum, en þó er ekki útilokað að ráðin verði stofa frá öðru ríki. Um leið og gengið verður frá ráðningunni verður tilkynnt um hana. Miðað við gríðarlegt umfang málsins má reikna með að lögmannskostnaður íslenska ríkisins muni hlaupa á tugum milljóna króna, að minnsta kosti. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Smíðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna. Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyt, Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, skipa sérstakan ráðgjafarhóp íslenskra stjórnvalda vegna málshöfðunar ESA á hendur íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum, en þau funduðu strax í gær vegna stefnunnar í málinu, sem birt var í gær. Innan tveggja mánaða þarf íslenska ríkið að skila greinargerð fyrir dómstólnum vegna stefnunnar. Málsmeðferðartími í sambærilegum málum er 6-9 mánuðir, miðað við meðaltal mála sem finna má á vef dómstólsins. Að sögn Jóhannes Karls Sveinssonar er nokkur málaþungi hjá EFTA-dómstólnum að þessu sinni og því gæti þessi tími orðið eitthvað lengri. Þá geta önnur ríki stefnt sér inni í málið og skilað greinargerðum og því megi reikna með lengri málsmeðferð. Í stefnu ESA er vitnað sérstaklega til mismununar skv. 4. gr. EES-samningsins. Óvíst er hvaða réttaráhrif það hefur verði niðurstaða dómsins að íslenska ríkið hafi brotið gegn þessari grein samningsins, en ef eitthvað, er það verri niðurstaða en ef málið myndi eingöngu snúast um lágmarkstrygginguna, samkvæmt tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar, enda væri mögulega hægt að byggja víðtækari kröfur á mismunun Íslands eftir þjóðerni en lágmarkstryggingu þar sem fjárhæðin er niðurnjörvuð, 20.887 evrur á hvern sparifjáreiganda. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flýta menn sér hægt, enda þarf að vanda til verksins. Á næstunni verður ráðin erlend lögmannsstofa til að annast málflutning fyrir íslenska ríkið í málinu, en þá verður einkum horft til reynslu viðkomandi lögmanna af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einkum horft til Lundúna í þessum efnum, en þó er ekki útilokað að ráðin verði stofa frá öðru ríki. Um leið og gengið verður frá ráðningunni verður tilkynnt um hana. Miðað við gríðarlegt umfang málsins má reikna með að lögmannskostnaður íslenska ríkisins muni hlaupa á tugum milljóna króna, að minnsta kosti. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira