Fleiri fréttir Icesave: Skuldir Íslands gætu aukist um fleiri hundruð milljarða Ef Ísland tapar Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum gæti það þýtt aukna skuldabyrði sem næmi fleiri hundruð milljörðum króna eða allt að hálfri landsframleiðslu landsins. Friðrik Indriðason segir frá. 14.12.2011 10:00 Gjaldeyrishöftin á Íslandi samræmast reglum ESA Gjaldeyrishöftin á Íslandi eru í samræmi við reglur um EES, samkvæmt nýjum dómi EFTA dómstólsins sem var birtur í dag. Í kjölfar erfiðleika íslenska fjármálakerfisins síðla árs 2008, innleiddu íslensk stjórnvöld reglur um gjaldeyrishöft, þar sem meðal annars var kveðið á um tímabundið bann við innflutningi íslenskra króna. Pálmi Sigmarsson, sem er íslenskur ríkisborgari búsettur í Bretlandi, sótti um undanþágu til Seðlabanka Íslands frá þessu banni, í því skyni að flytja inn til landsins 16,4 milljónir íslenskra króna sem hann hafði keypt á aflandsmarkaði. 14.12.2011 10:00 ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. 14.12.2011 10:00 Fjármálakerfið styrkist að mati Más Fjármálakerfið stendur traustari fótum en síðastliðið vor. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í formála sínum að ritinu Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn hefur gefið út. "Efnahagsbati hófst á seinni hluta síðasta árs og hefur samkvæmt nýjustu tölum verið að sækja í sig veðrið. Honum hefur á þessu ári fylgt meiri atvinna og aukinn kaupmáttur launa. Til viðbótar hafa lægri innlendir raunvextir og endurskipulagning skulda bætt fjárhagsstöðu heimila.“ 14.12.2011 10:00 ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14.12.2011 09:00 Heildaraflinn jókst um tæp 18% milli ára í nóvember Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,8% meiri en í nóvember 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 2,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. 14.12.2011 09:00 Grunaðir vissu um hleranir Tveir starfsmenn tveggja mismunandi símafyrirtækja eru taldir hafa látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að embættið hafi lagt fram tvær kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna þessa. 14.12.2011 08:00 Viðskiptaafgangur 40 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Nýjustu tölur frá Seðlabankanum um greiðslujöfnuð gefa til kynna að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi viðskiptaafgangurinn, án áhrifa gömlu bankanna, verið um 40 milljarðar króna. Aukinn útflutningur leikur þar stórt hlutverk, en virði útfluttra vara er í sögulegu hámarki. 14.12.2011 07:43 Verulega dró úr þinglýstum leigusamningum Verulega hefur dró úr þinglýstum leigusamningum á landinu á milli október og nóvember í ár. Heildarfjöldi slíkra samninga var 677 í nóvember og fækkaði þeim um rúmlega 18% frá fyrri mánuði. 14.12.2011 07:38 Ísland með í að styrkja Kýpur um 1.200 milljónir Löndin innan Evrópska efnahagssambandsins (EES), Ísland, Liechtenstein og Noregur, hafa samþykkt að veita Kýpur tæplega 8 milljónir evra eða rúmalega 1.200 milljónir króna í fjárhagsstyrki á tímabilinu 2009 til 2014. 14.12.2011 07:26 Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. 14.12.2011 06:00 Mótmæla harðlega álögum og sköttum á lífeyrissjóði Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða mótmælir harðlega hvers konar nýjum álögum á starfsemi lífeyrissjóða, hvort sem þær eru í formi hækkunar á gjaldtöku eða með nýjum sköttum. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn landssamtakanna. 13.12.2011 19:55 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13.12.2011 18:55 92 prósent af eignasafni Kaupþings voru bréf í bankanum sjálfum Nítíu og tvö prósent af eignasafni eigin viðskipta Kaupþings daginn fyrir hrun voru bréf í bankanum sjálfum. Síðustu fimm mánuðina fyrir fall bankans keypti bankinn allt að sjötíu og fimm prósent af öllum hlutabréfum í bankanum sjálfum sem í boði voru í hverjummánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 13.12.2011 19:31 Reykjavíkurapótek slegið á 100 milljónir Frjálsi fjárfestingabankinn leysti í dag til sín fasteignina Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var til húsa í áraraðir. Eignin var seld á uppboði og var eignin slegin Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem er fyrsti veðhafi í húsinu fyrir 100 milljónir króna. 13.12.2011 16:52 Skuldabréfakaup Seðlabankans vekja eftirtekt Undanfarna daga hefur Seðlabanki Íslands keypt ríkisskuldabréf fyrir um það bil 16 milljarða króna að nafnverði, eftir því sem greint er frá í Morgunkorni Íslandsbanka. Að stærstu leyti er um að ræða stutt ríkisbréf en bankinn keypti fyrir 3,4 milljarða króna að nafnverði í RIKB12, 6,3 milljarða króna í RIKB13 og 2,8 milljarða króna í RIKB16. Þá keypti Seðlabankinn einnig fyrir 3,7 milljarða króna í RIKB25. 13.12.2011 12:15 Bankarnir ráðandi á hlutabréfamarkaði Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki eiga hlut í öllum skráðum félögum landsins nema einu. Samanlagt markaðsvirði þessara hluta er rúmlega 36 milljarðar króna. Hlutur Landsbankans í Marel er talinn 14,8 milljarða virði. 13.12.2011 11:24 Hagar fara beint inn í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar Hagar verða nýtt félag í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, OMX Iceland 6. Hagar munu koma í staðinn fyrir færeyska flugfélagið Air Atlanta. Breytingin tekur gildi þegar markaðir verða opnaðir þann 2. janúar á næsta ári. 13.12.2011 10:09 Launakostnaður lækkaði milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman milli annars og þriðja ársfjórðungs ársins um 2,1% í iðnaði, 2,4% í samgöngum, 5% í byggingarstarfsemi og um 6,5% í verslun. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 13.12.2011 09:51 Eskja greiðir 260 þúsund í jólabónus til starfsmanna Eskja hf. hefur ákveðið að greiða 260 þúsund kr. jólabónus til starfmanna sinna sem vinna í landi. 13.12.2011 09:36 Bahrain samþykkir fríverslunarsamning við EFTA Stjórnvöld í Bahrain hafa samþykkt fríverslunarsamning við EFTA ríkin, Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Ákvörðunin er tekin á grundvelli fríverslunarsamnings sem gerður var í júní 2009, en þá voru liðin tvö ár frá því að friverslunarviðræður hófust eftir því sem fram kemur á vefnum Trade Arabia. Fríverslunarsamningurinn snýst meðal annars um vöruskipti og þjónustu, auk þess sem sér kafli er um viðskipti með landbúnaðarvörur sem Bahrainar gera við hvert EFTA ríki fyrir sig. 13.12.2011 09:33 Aftur fjörkippur á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 105. Þetta er umtalsverð fjölgun frá vikunni á undan þegar 79 samningum var þinglýst. Undanfarnar 12 vikur hefur 99 samningum verið þinglýst að meðaltali í hverri viku að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. 13.12.2011 08:48 Sala á Horni ein umfangsmesta sala á eignum almennings Fyrirhuguð sala Landsbankans á dótturfélaginu Horni er ein umfangsmesta sala á eignum í eigu almennings frá því bankarnir voru seldir fyrir um níu árum. Ekki liggur fyrir hvenær söluferli á félaginu, að hluta eða í heilu lagi, fer af stað. 12.12.2011 18:27 Aðildarviðræður: Fjórum köflum lokað í dag Fjórum samningsköflum í aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu var lokað í dag þegar þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi tekið þátt í henni fyrir hönd Íslands. Fjallað var um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Þá segir ennfremur að frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafi 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung. 12.12.2011 14:55 Áfram viðræður við hæstbjóðendur Framtakssjóður Íslands á enn í viðræðum við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni. "Viðræður við hæstbjóðanda standa enn yfir,“ segir Pétur Óskarsson. Hann vill ekki segja hver hæstbjóðandi er, en samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða danska félagið Bygma S/A. Þær heimildir koma heim og saman við frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu um daginn. Húsasmiðjan er hluti af eignarhaldsfélaginu Vestia sem Framtakssjóður Íslands keypti af Landbankanum fyrir rúmu ári síðan. 12.12.2011 14:14 Atvinnuleysið eykst lítillega Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, en að meðaltali voru 11.348 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 430 að meðaltali frá október eða um 0,3 prósentustig. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.734 og fjölgar um 68 frá lokum október. 12.12.2011 13:29 Árgjald léna lækkar um þúsundkall ISNIC - Internet á Íslandi sem sér um skráningu léna undir þjóðarlénu .is hefur ákveðið að lækka árgjald léna um ríflega tólf prósent. Þetta var samþykkt af stjórninni nýlega og er árgjaldið nú 6.982 krónur. Lækkunin tók gildi í gær. Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri segir að með lækkuninni sé fyrst og fremst verið að uppfylla gamalt loforð sem var á þá leið að þegar lénin yrðu orðin 35 þúsund að tölu yrði árgjaldið lækkað. 12.12.2011 12:04 Skilanefnd eykur gjaldeyrisforðann tímabundið um 127 milljarða Mikil hreyfing á gjaldeyrisreikningi fjármálastofnanna hjá Seðlabankanum var tilkomin að mestu vegna útgreiðslu skilanefndar Landsbankans til körfuhafa bankans í síðasta mánuði. 12.12.2011 10:16 Seðlabankinn svarar ekki afhverju eignir jukust um 127 milljarða Seðlabankinn segir að hann geti ekki svarað því afhverju erlendar eignir bankans jukust verulega á milli október og nóvember s.l. Aukningin nam 127 milljörðum króna. 12.12.2011 06:45 Öll efnahagsmálin sett undir eina stjórn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að í fyllingu tímans geti verið skynsamlegt að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Hann efast þó um að rétti tíminn til þess sé upp runninn; nóg annað sé við að fást þótt ekki komi til skipulagsbreytingar. 12.12.2011 04:00 Hagvöxtur eykst sem og fjárfestingar Hagvöxtur var 3,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir þetta mjög ánægjulegar tölur sem sýni að hagvöxtur fárra þjóða aukist jafn hratt og Íslendinga. Hún segir auknar útflutningstekjur og í atvinnuvegafjárfestingu þýða meiri atvinnu og þá hafi ferðaþjónustan komið sérstaklega vel út. Einkaneysla sé einnig að aukast. 12.12.2011 03:00 Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. 11.12.2011 19:30 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10.12.2011 20:15 Eftirspurnin sýnir svelti íslenskra fjárfesta Greinandi segir miklar eftirspurn eftir hlutabréf í Högum sýna hversu sveltir íslenskir fjárfestar eru af fjárfestingartækifærum. Hann segir fleiri félög svo sem N1 og TM vera vænlega kosti á hlutabréfamarkað. 10.12.2011 19:45 "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10.12.2011 19:00 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10.12.2011 18:30 Hagkaup og Bónus alltaf staðið í skilum Jón Ásgeir Jóhannesson stofnandi Bónuss skrifar í dag grein í Fréttablaðið um hlutafjárútboðið í Högum sem fram fór í vikunni. Hann segir gaman að fylgjast með gamla félaginu sínu og rifjar upp þegar þeir feðgar eignuðust Hagkaup árið 1998 og stóðu að uppbyggingu félagsins bæði hér á landi og erlendis. 10.12.2011 11:04 Kjóstu það besta á netinu 2011 Hvað skaraði fram úr á netinu árið 2011? Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Í dag var opnað fyrir tilnefningar til Nexpo-vefverðlaunanna sem verða afhent með pompi og prakt eftir áramót. 9.12.2011 17:00 Staða Haga um hálfum milljarði betri en talið var Fjárhagsstaða Haga hf., er ríflega 510 milljónum króna betri en talið var í lok nóvember. Þetta kemur fram í viðauka sem Arion banki birti í dag við útboðslýsingu á Högum. Bætt fjárhagsstaða skýrist af endurútreikningi Arion banka hf. á gengistryggðum lánum félagsins. Endurútreikningurinn er til kominn vegna fordæmis Hæstaréttar í máli Landsbankans gegn þrotabúi Motormax ehf. 9.12.2011 18:52 Ætla að kaupa nýja ráðherrabíla Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga ætlar að kaupa nýja ráðherrabíla á næstunni. Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum vegna kaupanna á vef sínum. Í frétt á vef Ríkiskaupa kemur fram að ekki sé ljóst hve margar bifreiðar verði keyptar hvaða ár eða hvaða bifreiðar verði fyrir valinu fyrir hvert ráðuneyti. 9.12.2011 18:02 Allt í hnút í makríldeilunni Ekki náðist samkomulag um skiptingu aflaheimilda í makrílveiðum á Norðaustur-Atlantshafi á næsta ári á fundi strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Noregs og Færeyja, sem lauk í dag. Fundurinn var haldinn í Clonakilty á Írlandi og hófst á þriðjudaginn. 9.12.2011 17:39 Jón Ásgeir, Tryggvi og Kristín sakfelld Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson hafa verið dæmd sek um brot á lögum, í tengslum við skattahluta Baugsmálsins, en skilorðsbundinni refsingu er frestað. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14:00 í dag en þau voru ekki viðstödd dómsuppkvaðningu. 9.12.2011 14:12 23 ríki náðu samkomulagi í Brussel - Bretar og Ungverjar ekki með 23 af 27 ríkjum Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu. 9.12.2011 12:01 Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.055 milljarða kr. í lok október sl. og hækkaði eign þeirra um 38,4 milljarða kr. frá lokum september eða um 1,9%. 9.12.2011 09:38 Neysluútgjöld heimilanna minnkuðu um 3,1% í kreppunni Neysluútgjöld á heimili árin 2008–2010 voru 442 þúsund krónur á mánuði og hafa dregist saman um 3,1% frá tímabilinu 2007–2009. Á sama tíma hefur meðalheimilið stækkað úr 2,37 einstaklingum í 2,41 og hafa útgjöld á mann dregist saman um 4,6% og eru nú 183 þúsund krónur á mánuði. 9.12.2011 09:17 Sjá næstu 50 fréttir
Icesave: Skuldir Íslands gætu aukist um fleiri hundruð milljarða Ef Ísland tapar Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum gæti það þýtt aukna skuldabyrði sem næmi fleiri hundruð milljörðum króna eða allt að hálfri landsframleiðslu landsins. Friðrik Indriðason segir frá. 14.12.2011 10:00
Gjaldeyrishöftin á Íslandi samræmast reglum ESA Gjaldeyrishöftin á Íslandi eru í samræmi við reglur um EES, samkvæmt nýjum dómi EFTA dómstólsins sem var birtur í dag. Í kjölfar erfiðleika íslenska fjármálakerfisins síðla árs 2008, innleiddu íslensk stjórnvöld reglur um gjaldeyrishöft, þar sem meðal annars var kveðið á um tímabundið bann við innflutningi íslenskra króna. Pálmi Sigmarsson, sem er íslenskur ríkisborgari búsettur í Bretlandi, sótti um undanþágu til Seðlabanka Íslands frá þessu banni, í því skyni að flytja inn til landsins 16,4 milljónir íslenskra króna sem hann hafði keypt á aflandsmarkaði. 14.12.2011 10:00
ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. 14.12.2011 10:00
Fjármálakerfið styrkist að mati Más Fjármálakerfið stendur traustari fótum en síðastliðið vor. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í formála sínum að ritinu Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn hefur gefið út. "Efnahagsbati hófst á seinni hluta síðasta árs og hefur samkvæmt nýjustu tölum verið að sækja í sig veðrið. Honum hefur á þessu ári fylgt meiri atvinna og aukinn kaupmáttur launa. Til viðbótar hafa lægri innlendir raunvextir og endurskipulagning skulda bætt fjárhagsstöðu heimila.“ 14.12.2011 10:00
ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14.12.2011 09:00
Heildaraflinn jókst um tæp 18% milli ára í nóvember Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,8% meiri en í nóvember 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 2,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. 14.12.2011 09:00
Grunaðir vissu um hleranir Tveir starfsmenn tveggja mismunandi símafyrirtækja eru taldir hafa látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að embættið hafi lagt fram tvær kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna þessa. 14.12.2011 08:00
Viðskiptaafgangur 40 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Nýjustu tölur frá Seðlabankanum um greiðslujöfnuð gefa til kynna að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi viðskiptaafgangurinn, án áhrifa gömlu bankanna, verið um 40 milljarðar króna. Aukinn útflutningur leikur þar stórt hlutverk, en virði útfluttra vara er í sögulegu hámarki. 14.12.2011 07:43
Verulega dró úr þinglýstum leigusamningum Verulega hefur dró úr þinglýstum leigusamningum á landinu á milli október og nóvember í ár. Heildarfjöldi slíkra samninga var 677 í nóvember og fækkaði þeim um rúmlega 18% frá fyrri mánuði. 14.12.2011 07:38
Ísland með í að styrkja Kýpur um 1.200 milljónir Löndin innan Evrópska efnahagssambandsins (EES), Ísland, Liechtenstein og Noregur, hafa samþykkt að veita Kýpur tæplega 8 milljónir evra eða rúmalega 1.200 milljónir króna í fjárhagsstyrki á tímabilinu 2009 til 2014. 14.12.2011 07:26
Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. 14.12.2011 06:00
Mótmæla harðlega álögum og sköttum á lífeyrissjóði Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða mótmælir harðlega hvers konar nýjum álögum á starfsemi lífeyrissjóða, hvort sem þær eru í formi hækkunar á gjaldtöku eða með nýjum sköttum. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn landssamtakanna. 13.12.2011 19:55
Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13.12.2011 18:55
92 prósent af eignasafni Kaupþings voru bréf í bankanum sjálfum Nítíu og tvö prósent af eignasafni eigin viðskipta Kaupþings daginn fyrir hrun voru bréf í bankanum sjálfum. Síðustu fimm mánuðina fyrir fall bankans keypti bankinn allt að sjötíu og fimm prósent af öllum hlutabréfum í bankanum sjálfum sem í boði voru í hverjummánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 13.12.2011 19:31
Reykjavíkurapótek slegið á 100 milljónir Frjálsi fjárfestingabankinn leysti í dag til sín fasteignina Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var til húsa í áraraðir. Eignin var seld á uppboði og var eignin slegin Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem er fyrsti veðhafi í húsinu fyrir 100 milljónir króna. 13.12.2011 16:52
Skuldabréfakaup Seðlabankans vekja eftirtekt Undanfarna daga hefur Seðlabanki Íslands keypt ríkisskuldabréf fyrir um það bil 16 milljarða króna að nafnverði, eftir því sem greint er frá í Morgunkorni Íslandsbanka. Að stærstu leyti er um að ræða stutt ríkisbréf en bankinn keypti fyrir 3,4 milljarða króna að nafnverði í RIKB12, 6,3 milljarða króna í RIKB13 og 2,8 milljarða króna í RIKB16. Þá keypti Seðlabankinn einnig fyrir 3,7 milljarða króna í RIKB25. 13.12.2011 12:15
Bankarnir ráðandi á hlutabréfamarkaði Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki eiga hlut í öllum skráðum félögum landsins nema einu. Samanlagt markaðsvirði þessara hluta er rúmlega 36 milljarðar króna. Hlutur Landsbankans í Marel er talinn 14,8 milljarða virði. 13.12.2011 11:24
Hagar fara beint inn í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar Hagar verða nýtt félag í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, OMX Iceland 6. Hagar munu koma í staðinn fyrir færeyska flugfélagið Air Atlanta. Breytingin tekur gildi þegar markaðir verða opnaðir þann 2. janúar á næsta ári. 13.12.2011 10:09
Launakostnaður lækkaði milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman milli annars og þriðja ársfjórðungs ársins um 2,1% í iðnaði, 2,4% í samgöngum, 5% í byggingarstarfsemi og um 6,5% í verslun. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 13.12.2011 09:51
Eskja greiðir 260 þúsund í jólabónus til starfsmanna Eskja hf. hefur ákveðið að greiða 260 þúsund kr. jólabónus til starfmanna sinna sem vinna í landi. 13.12.2011 09:36
Bahrain samþykkir fríverslunarsamning við EFTA Stjórnvöld í Bahrain hafa samþykkt fríverslunarsamning við EFTA ríkin, Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Ákvörðunin er tekin á grundvelli fríverslunarsamnings sem gerður var í júní 2009, en þá voru liðin tvö ár frá því að friverslunarviðræður hófust eftir því sem fram kemur á vefnum Trade Arabia. Fríverslunarsamningurinn snýst meðal annars um vöruskipti og þjónustu, auk þess sem sér kafli er um viðskipti með landbúnaðarvörur sem Bahrainar gera við hvert EFTA ríki fyrir sig. 13.12.2011 09:33
Aftur fjörkippur á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 105. Þetta er umtalsverð fjölgun frá vikunni á undan þegar 79 samningum var þinglýst. Undanfarnar 12 vikur hefur 99 samningum verið þinglýst að meðaltali í hverri viku að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. 13.12.2011 08:48
Sala á Horni ein umfangsmesta sala á eignum almennings Fyrirhuguð sala Landsbankans á dótturfélaginu Horni er ein umfangsmesta sala á eignum í eigu almennings frá því bankarnir voru seldir fyrir um níu árum. Ekki liggur fyrir hvenær söluferli á félaginu, að hluta eða í heilu lagi, fer af stað. 12.12.2011 18:27
Aðildarviðræður: Fjórum köflum lokað í dag Fjórum samningsköflum í aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu var lokað í dag þegar þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi tekið þátt í henni fyrir hönd Íslands. Fjallað var um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Þá segir ennfremur að frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafi 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung. 12.12.2011 14:55
Áfram viðræður við hæstbjóðendur Framtakssjóður Íslands á enn í viðræðum við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni. "Viðræður við hæstbjóðanda standa enn yfir,“ segir Pétur Óskarsson. Hann vill ekki segja hver hæstbjóðandi er, en samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða danska félagið Bygma S/A. Þær heimildir koma heim og saman við frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu um daginn. Húsasmiðjan er hluti af eignarhaldsfélaginu Vestia sem Framtakssjóður Íslands keypti af Landbankanum fyrir rúmu ári síðan. 12.12.2011 14:14
Atvinnuleysið eykst lítillega Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, en að meðaltali voru 11.348 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 430 að meðaltali frá október eða um 0,3 prósentustig. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.734 og fjölgar um 68 frá lokum október. 12.12.2011 13:29
Árgjald léna lækkar um þúsundkall ISNIC - Internet á Íslandi sem sér um skráningu léna undir þjóðarlénu .is hefur ákveðið að lækka árgjald léna um ríflega tólf prósent. Þetta var samþykkt af stjórninni nýlega og er árgjaldið nú 6.982 krónur. Lækkunin tók gildi í gær. Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri segir að með lækkuninni sé fyrst og fremst verið að uppfylla gamalt loforð sem var á þá leið að þegar lénin yrðu orðin 35 þúsund að tölu yrði árgjaldið lækkað. 12.12.2011 12:04
Skilanefnd eykur gjaldeyrisforðann tímabundið um 127 milljarða Mikil hreyfing á gjaldeyrisreikningi fjármálastofnanna hjá Seðlabankanum var tilkomin að mestu vegna útgreiðslu skilanefndar Landsbankans til körfuhafa bankans í síðasta mánuði. 12.12.2011 10:16
Seðlabankinn svarar ekki afhverju eignir jukust um 127 milljarða Seðlabankinn segir að hann geti ekki svarað því afhverju erlendar eignir bankans jukust verulega á milli október og nóvember s.l. Aukningin nam 127 milljörðum króna. 12.12.2011 06:45
Öll efnahagsmálin sett undir eina stjórn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að í fyllingu tímans geti verið skynsamlegt að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Hann efast þó um að rétti tíminn til þess sé upp runninn; nóg annað sé við að fást þótt ekki komi til skipulagsbreytingar. 12.12.2011 04:00
Hagvöxtur eykst sem og fjárfestingar Hagvöxtur var 3,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir þetta mjög ánægjulegar tölur sem sýni að hagvöxtur fárra þjóða aukist jafn hratt og Íslendinga. Hún segir auknar útflutningstekjur og í atvinnuvegafjárfestingu þýða meiri atvinnu og þá hafi ferðaþjónustan komið sérstaklega vel út. Einkaneysla sé einnig að aukast. 12.12.2011 03:00
Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. 11.12.2011 19:30
Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10.12.2011 20:15
Eftirspurnin sýnir svelti íslenskra fjárfesta Greinandi segir miklar eftirspurn eftir hlutabréf í Högum sýna hversu sveltir íslenskir fjárfestar eru af fjárfestingartækifærum. Hann segir fleiri félög svo sem N1 og TM vera vænlega kosti á hlutabréfamarkað. 10.12.2011 19:45
"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10.12.2011 19:00
Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10.12.2011 18:30
Hagkaup og Bónus alltaf staðið í skilum Jón Ásgeir Jóhannesson stofnandi Bónuss skrifar í dag grein í Fréttablaðið um hlutafjárútboðið í Högum sem fram fór í vikunni. Hann segir gaman að fylgjast með gamla félaginu sínu og rifjar upp þegar þeir feðgar eignuðust Hagkaup árið 1998 og stóðu að uppbyggingu félagsins bæði hér á landi og erlendis. 10.12.2011 11:04
Kjóstu það besta á netinu 2011 Hvað skaraði fram úr á netinu árið 2011? Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Í dag var opnað fyrir tilnefningar til Nexpo-vefverðlaunanna sem verða afhent með pompi og prakt eftir áramót. 9.12.2011 17:00
Staða Haga um hálfum milljarði betri en talið var Fjárhagsstaða Haga hf., er ríflega 510 milljónum króna betri en talið var í lok nóvember. Þetta kemur fram í viðauka sem Arion banki birti í dag við útboðslýsingu á Högum. Bætt fjárhagsstaða skýrist af endurútreikningi Arion banka hf. á gengistryggðum lánum félagsins. Endurútreikningurinn er til kominn vegna fordæmis Hæstaréttar í máli Landsbankans gegn þrotabúi Motormax ehf. 9.12.2011 18:52
Ætla að kaupa nýja ráðherrabíla Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga ætlar að kaupa nýja ráðherrabíla á næstunni. Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum vegna kaupanna á vef sínum. Í frétt á vef Ríkiskaupa kemur fram að ekki sé ljóst hve margar bifreiðar verði keyptar hvaða ár eða hvaða bifreiðar verði fyrir valinu fyrir hvert ráðuneyti. 9.12.2011 18:02
Allt í hnút í makríldeilunni Ekki náðist samkomulag um skiptingu aflaheimilda í makrílveiðum á Norðaustur-Atlantshafi á næsta ári á fundi strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Noregs og Færeyja, sem lauk í dag. Fundurinn var haldinn í Clonakilty á Írlandi og hófst á þriðjudaginn. 9.12.2011 17:39
Jón Ásgeir, Tryggvi og Kristín sakfelld Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson hafa verið dæmd sek um brot á lögum, í tengslum við skattahluta Baugsmálsins, en skilorðsbundinni refsingu er frestað. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14:00 í dag en þau voru ekki viðstödd dómsuppkvaðningu. 9.12.2011 14:12
23 ríki náðu samkomulagi í Brussel - Bretar og Ungverjar ekki með 23 af 27 ríkjum Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu. 9.12.2011 12:01
Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.055 milljarða kr. í lok október sl. og hækkaði eign þeirra um 38,4 milljarða kr. frá lokum september eða um 1,9%. 9.12.2011 09:38
Neysluútgjöld heimilanna minnkuðu um 3,1% í kreppunni Neysluútgjöld á heimili árin 2008–2010 voru 442 þúsund krónur á mánuði og hafa dregist saman um 3,1% frá tímabilinu 2007–2009. Á sama tíma hefur meðalheimilið stækkað úr 2,37 einstaklingum í 2,41 og hafa útgjöld á mann dregist saman um 4,6% og eru nú 183 þúsund krónur á mánuði. 9.12.2011 09:17