Viðskipti innlent

23 ríki náðu samkomulagi í Brussel - Bretar og Ungverjar ekki með

23 af 27 ríkjum Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu.

Fjórar þjóðir eiga ekki aðild að samkomulagi sem náðist morgun, sem miðar að því að styrkja regluverk Evrópusambandsins er varðar ríkisfjármála aðildarríkja. Bretar og Ungverjar eiga ekki aðild að samkomulaginu og Svíar og Tékkar eiga eftir að kjós um málið á þjóðþingum sínum.

Tilraunir Frakka og Þjóðverja til þess að gera nýjan sáttmála fyrir ESB sem hefði tekið á þessum málum fóru því út um þúfur. Í stað þess er samkomulagið gert af ríkisstjórnum aðildarríkja sambandsins en ekki á vettvangi ESB.

Samkomulagið náðist í morgun á fundi leiðtoga Evrópuríkja í Brussell. Í samkomulaginu felst að Evrópusambandsríkin skuldbinda sig til þess að halda sig inn ramma sem sambandið setur hverri þjóð, þegar kemur að ríkisútgjöldum. Þá verður einnig innleidd heimild til þess að refsa þeim þjóðum sem ekki standast regluverk sambandsins.

Fundinum í Brussell er ekki lokið og ekki ólíklegt að nánari útfærslur á þeim breytingum sem þegar hafa verið kynntar, líti dagsins ljós síðar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×