Viðskipti innlent

Bahrain samþykkir fríverslunarsamning við EFTA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákvörðun stjórnvalda í Bahrain byggir á tveggja ára gömlum samningi.
Ákvörðun stjórnvalda í Bahrain byggir á tveggja ára gömlum samningi. mynd/ getty.
Stjórnvöld í Bahrain hafa samþykkt fríverslunarsamning við EFTA ríkin, Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Ákvörðunin er tekin á grundvelli fríverslunarsamnings sem gerður var í júní 2009, en þá voru liðin tvö ár frá því að friverslunarviðræður hófust eftir því sem fram kemur á vefnum Trade Arabia. Fríverslunarsamningurinn snýst meðal annars um vöruskipti og þjónustu, auk þess sem sér kafli er um viðskipti með landbúnaðarvörur sem Bahrainar gera við hvert EFTA ríki fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×