Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver 13. desember 2011 18:55 Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. PCC er með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi og það segir sitt um þann þunga sem félagið leggur nú í verkefnið að það sendi tvo fulltrúa sína með einkaþotu til Íslands í morgun til fundar við Þingeyinga. Cessna Citation-þotan lenti á Akureyrarflugvelli á ellefta tímanum en fundurinn á Húsavík hófst klukkan hálfsex í kvöld. Þar eru kynnt áform, sem - ef af verður, - valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum Norðurlands. PCC var með þrjú lönd til skoðunar undir verksmiðjuna en nú er Ísland orðið fyrsta val, eins og fram kom á Akureyrarflugvelli í viðtali Hildu Jönu Gísladóttur frá N4 við Sabine König málmverkfræðing, fulltrúa PCC. „Þegar við komum hingað höfðum við skoðað ýmsa staði og eftir að hafa talað við ýmsa aðila sem myndu taka þátt í þessu verkefni á Íslandi komumst við að þeirri niðurstöðu að Húsavík yrði staðurinn þar sem fyrsta hagkvæmnisathugunin færi fram," sagði Sabine König. En hvenær gæti ákvörðun PCC legið fyrir og hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Við teljum að það gæti verið raunhæft að byrja 2013," svarar Sabine og vonast til hægt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði. Framkvæmdir við bæði kísilverksmiðju og virkjanir kalla á mörghundruð störf fyrir norðan og þegar rekstur hefst verða til 120 til 150 störf á Bakka. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega hundrað milljónir evra svo þarna er um mikil verðmæti að ræða," segir fulltrúi PCC. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. PCC er með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi og það segir sitt um þann þunga sem félagið leggur nú í verkefnið að það sendi tvo fulltrúa sína með einkaþotu til Íslands í morgun til fundar við Þingeyinga. Cessna Citation-þotan lenti á Akureyrarflugvelli á ellefta tímanum en fundurinn á Húsavík hófst klukkan hálfsex í kvöld. Þar eru kynnt áform, sem - ef af verður, - valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum Norðurlands. PCC var með þrjú lönd til skoðunar undir verksmiðjuna en nú er Ísland orðið fyrsta val, eins og fram kom á Akureyrarflugvelli í viðtali Hildu Jönu Gísladóttur frá N4 við Sabine König málmverkfræðing, fulltrúa PCC. „Þegar við komum hingað höfðum við skoðað ýmsa staði og eftir að hafa talað við ýmsa aðila sem myndu taka þátt í þessu verkefni á Íslandi komumst við að þeirri niðurstöðu að Húsavík yrði staðurinn þar sem fyrsta hagkvæmnisathugunin færi fram," sagði Sabine König. En hvenær gæti ákvörðun PCC legið fyrir og hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Við teljum að það gæti verið raunhæft að byrja 2013," svarar Sabine og vonast til hægt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði. Framkvæmdir við bæði kísilverksmiðju og virkjanir kalla á mörghundruð störf fyrir norðan og þegar rekstur hefst verða til 120 til 150 störf á Bakka. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega hundrað milljónir evra svo þarna er um mikil verðmæti að ræða," segir fulltrúi PCC.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira