Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver 13. desember 2011 18:55 Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. PCC er með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi og það segir sitt um þann þunga sem félagið leggur nú í verkefnið að það sendi tvo fulltrúa sína með einkaþotu til Íslands í morgun til fundar við Þingeyinga. Cessna Citation-þotan lenti á Akureyrarflugvelli á ellefta tímanum en fundurinn á Húsavík hófst klukkan hálfsex í kvöld. Þar eru kynnt áform, sem - ef af verður, - valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum Norðurlands. PCC var með þrjú lönd til skoðunar undir verksmiðjuna en nú er Ísland orðið fyrsta val, eins og fram kom á Akureyrarflugvelli í viðtali Hildu Jönu Gísladóttur frá N4 við Sabine König málmverkfræðing, fulltrúa PCC. „Þegar við komum hingað höfðum við skoðað ýmsa staði og eftir að hafa talað við ýmsa aðila sem myndu taka þátt í þessu verkefni á Íslandi komumst við að þeirri niðurstöðu að Húsavík yrði staðurinn þar sem fyrsta hagkvæmnisathugunin færi fram," sagði Sabine König. En hvenær gæti ákvörðun PCC legið fyrir og hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Við teljum að það gæti verið raunhæft að byrja 2013," svarar Sabine og vonast til hægt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði. Framkvæmdir við bæði kísilverksmiðju og virkjanir kalla á mörghundruð störf fyrir norðan og þegar rekstur hefst verða til 120 til 150 störf á Bakka. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega hundrað milljónir evra svo þarna er um mikil verðmæti að ræða," segir fulltrúi PCC. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. PCC er með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi og það segir sitt um þann þunga sem félagið leggur nú í verkefnið að það sendi tvo fulltrúa sína með einkaþotu til Íslands í morgun til fundar við Þingeyinga. Cessna Citation-þotan lenti á Akureyrarflugvelli á ellefta tímanum en fundurinn á Húsavík hófst klukkan hálfsex í kvöld. Þar eru kynnt áform, sem - ef af verður, - valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum Norðurlands. PCC var með þrjú lönd til skoðunar undir verksmiðjuna en nú er Ísland orðið fyrsta val, eins og fram kom á Akureyrarflugvelli í viðtali Hildu Jönu Gísladóttur frá N4 við Sabine König málmverkfræðing, fulltrúa PCC. „Þegar við komum hingað höfðum við skoðað ýmsa staði og eftir að hafa talað við ýmsa aðila sem myndu taka þátt í þessu verkefni á Íslandi komumst við að þeirri niðurstöðu að Húsavík yrði staðurinn þar sem fyrsta hagkvæmnisathugunin færi fram," sagði Sabine König. En hvenær gæti ákvörðun PCC legið fyrir og hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Við teljum að það gæti verið raunhæft að byrja 2013," svarar Sabine og vonast til hægt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði. Framkvæmdir við bæði kísilverksmiðju og virkjanir kalla á mörghundruð störf fyrir norðan og þegar rekstur hefst verða til 120 til 150 störf á Bakka. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega hundrað milljónir evra svo þarna er um mikil verðmæti að ræða," segir fulltrúi PCC.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira