Viðskipti innlent

Reykjavíkurapótek slegið á 100 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fasteignin var slegin í dag á 100 milljónir, sem segir þó lítið um verðmæti hússins.
Fasteignin var slegin í dag á 100 milljónir, sem segir þó lítið um verðmæti hússins. mynd/ valli.
Frjálsi fjárfestingabankinn leysti í dag til sín fasteignina Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var til húsa í áraraðir. Eignin var seld á uppboði Sýslumannsins í Reykjavík í dag og var slegin Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem er fyrsti veðhafi í húsinu, fyrir 100 milljónir króna.

„Við erum bara að bjóða inn í okkar veðrétt þannig að þessar hundrað milljónir segja ekkert til um verðmæti eignarinnar. Við erum með miklu meira áhvílandi," segir Ingólfur Friðjónsson," forstöðumaður slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans. Nú þurfi að semja við aðra veðhafa, svo sem Arion banka og Avant.

Ingólfur segir að ítrustu kröfur í fasteignina séu um 870 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×