Viðskipti innlent

Atvinnuleysið eykst lítillega

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, en að meðaltali voru 11.348 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 430 að meðaltali frá október eða um 0,3 prósentustig. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.734 og fjölgar um 68 frá lokum október.

Nú er svo komið að 55 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur. Þeim sem verið hafa verið atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar um sextíu manns á milli mánaða. Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem samtals 72 var sagt upp. Rétt rúmlega tvö þúsund erlendir ríkisborgarar voru án vinnu í nóvember og þar eru Pólverjar tæp sextíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×