Grunaðir vissu um hleranir 14. desember 2011 08:00 Tveir starfsmenn tveggja mismunandi símafyrirtækja eru taldir hafa látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að embættið hafi lagt fram tvær kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna þessa. Starfsmennirnir liggja undir grun um að hafa látið aðila sem eru til rannsóknar vegna meintra brota Milestone og annars ónefnds félags vita að fyrirtækjunum sem þeir starfa hjá hefði borist beiðni frá lögreglu um að símar þeirra yrðu hleraðir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vaknaði fyrst upp grunur innan embættis sérstaks saksóknara sumarið 2009. Þá fékk maður sem var til rannsóknar í tengslum við málefni Sjóvár og Milestone vísbendingar um að sími hans væri hleraður. Sérstakur saksóknari kærði málið til LRH þar sem embættið gat ekki rannsakað það sjálft. Í janúar 2010 vöknuðu síðan grunsemdir um að annar einstaklingur sem var til rannsóknar hjá embættinu hefði verið látinn vita að sími hans væri hleraður. Talið var að háttsettur starfsmaður innan Skipta-samstæðunnar, sem á meðal annars Símann, hefði látið hinn grunaða vita um hlerunina. Viðkomandi starfsmaður var yfirheyrður hjá LRH vegna málsins. Hann hefur látið af störfum. Rannsókn á meintum brotum sem áttu sér stað innan Milestone hefur staðið yfir frá því snemma árs 2009. Hún snýst um hvort helstu stjórnendur Milestone og Sjóvár, sem var dótturfélag þess, hefðu gerst brotlegir við lög. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að rannsókn væri lokið í málinu. Það er nú inni á borði saksóknara sem þarf að ákveða hvort ákært verði á grundvelli rannsóknarinnar.- þsj, jss Fréttir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Tveir starfsmenn tveggja mismunandi símafyrirtækja eru taldir hafa látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að embættið hafi lagt fram tvær kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna þessa. Starfsmennirnir liggja undir grun um að hafa látið aðila sem eru til rannsóknar vegna meintra brota Milestone og annars ónefnds félags vita að fyrirtækjunum sem þeir starfa hjá hefði borist beiðni frá lögreglu um að símar þeirra yrðu hleraðir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vaknaði fyrst upp grunur innan embættis sérstaks saksóknara sumarið 2009. Þá fékk maður sem var til rannsóknar í tengslum við málefni Sjóvár og Milestone vísbendingar um að sími hans væri hleraður. Sérstakur saksóknari kærði málið til LRH þar sem embættið gat ekki rannsakað það sjálft. Í janúar 2010 vöknuðu síðan grunsemdir um að annar einstaklingur sem var til rannsóknar hjá embættinu hefði verið látinn vita að sími hans væri hleraður. Talið var að háttsettur starfsmaður innan Skipta-samstæðunnar, sem á meðal annars Símann, hefði látið hinn grunaða vita um hlerunina. Viðkomandi starfsmaður var yfirheyrður hjá LRH vegna málsins. Hann hefur látið af störfum. Rannsókn á meintum brotum sem áttu sér stað innan Milestone hefur staðið yfir frá því snemma árs 2009. Hún snýst um hvort helstu stjórnendur Milestone og Sjóvár, sem var dótturfélag þess, hefðu gerst brotlegir við lög. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að rannsókn væri lokið í málinu. Það er nú inni á borði saksóknara sem þarf að ákveða hvort ákært verði á grundvelli rannsóknarinnar.- þsj, jss
Fréttir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira