Viðskipti innlent

Verulega dró úr þinglýstum leigusamningum

Verulega hefur dró úr þinglýstum leigusamningum á landinu á milli október og nóvember í ár. Heildarfjöldi slíkra samninga var 677 í nóvember og fækkaði þeim um rúmlega 18% frá fyrri mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir einnig að á milli nóvember í fyrra og nóvember í ár hafi þessum samningum fækkað um rúm 10%. Mesta fækkunin milli mánaða er á Norðurlandi eða tæp 44% en þar á eftir kemur Vesturland með fækkun upp á tæp 43%.

Minnst fækkar leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu eða um rúm 7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×