Viðskipti innlent

Eskja greiðir 260 þúsund í jólabónus til starfsmanna

Eskja hf. hefur ákveðið að greiða 260 þúsund kr. jólabónus til starfmanna sinna sem vinna í landi.

Upphæðin miðaðst við fullt starf og greiðist hlutfallslega útfrá starfshlutfalli og starfstíma á árinu bæði hjá móðurfélaginu Eskju hf. og dótturfélögum þess.

Í tilkynningu segir að Eskja vonar að uppbótin komi sér vel fyrir starfsfólk sitt í landi og þakkar því vel unnin störf á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×