Viðskipti innlent

Ætla að kaupa nýja ráðherrabíla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðherrabíll.
Ráðherrabíll.
Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga ætlar að kaupa nýja ráðherrabíla á næstunni. Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum vegna kaupanna á vef sínum. Í frétt á vef Ríkiskaupa kemur fram að ekki sé ljóst hve margar bifreiðar verði keyptar hvaða ár eða hvaða bifreiðar verði fyrir valinu fyrir hvert ráðuneyti.

Samið verður um tvo bifreiðarflokka, annars vegar ráðherrabifreiðar og hins vegar ráðherrabifreiðar með auknar umhverfiskröfur. Ríkiskaup gera ráð fyrir að samið verði við fleiri en einn aðila um viðskipti þessi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×